Ævintýri fimmtán ára stelpunnar heldur áfram á Wimbledon Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. júlí 2019 12:30 Coco Gauff. Vísir/Getty Coco Gauff er komin áfram í þriðju umferð Wimbledon risamótsins í tennis eftir sinn annan sigur í röð. Coco Gauff er aðeins fimmtán ára gömul og varð sú yngsta til að vinna leik á risamóti í 23 ár þegar hún sló út Venus Williams á mánudaginn. Hún var líka sú yngsta til að vinna leik á hinu virta Wimbledon móti síðan 1991 eða í 28 ár. Ævintýri Coco Gauff er hins vegar enn í fullum gangi og hún vann hrinurnar 6-3 og 6-3 í sigri sinni á slóvakísku tenniskonunni Magdalénu Rybáriková í annarri umferðinni. Gauff þurfti bara klukkutíma og níu mínútur til að klára dæmið.SHE'S DONE IT AGAIN! Coco Gauff is into the next round after beating Magdalena Rybarikova! 6-3 6-3 LIVE @BBCTwohttps://t.co/D80wao6QZj#bbctennis#Wimbledonpic.twitter.com/7U0GU7eeVJ — BBC Tennis (@bbctennis) July 3, 2019 Venus Williams er fimmfaldur Wimbledon-meistari en reyndar orðin 39 ára og því 24 árum eldri en Coco Gauff. Magdalena Rybáriková er „bara“ fimmtán árum eldri en sú bandaríska. „Ég er ennþá í sjokki að ég skuli vera yfir höfuð að keppa hér,“ sagði Coco Gauff við BBC TV. Það eru liðin 28 ár síðan að fimmtán ára tenniskona komst síðast í 32 manna úrslitin á Wimbledon. Jennifer Capriati var líka fimmtán ára þegar hún komst alla leið í undanúrslitin árið 1991. Líf Coco Gauff hefur gjörbreyst á smá tíma og frægðin hefur bankað upp á dyrnar. Það hefur því ekki verið auðvelt fyrir hana að fá einhverja hvíld.The journey continues… 15-year-old @CocoGauff beats former #Wimbledon semi-finalist Magdalena Rybarikova in straight sets to book her place in the third round pic.twitter.com/60juztgXej — Wimbledon (@Wimbledon) July 3, 2019„Ég bjóst ekki við þessu. Fullt af frægu fólki er að senda mér skilaboð og ég er eiginlega stjörnustjörf. Það ótrúlega er að samfélagmiðlar hjálpa mér að slaka á fyrir leikina. Ég er því mikið á þeim. Ég ætla líka að halda því áfram því það hefur gengið vel hingað til,“ sagði Gauff. Næst á dagskránni er leikur á móti Polona Hercog frá Slóveníu í þriðji umferðinni og þar er sæti í sextán manna úrslitum í boði.What a day @Wimbledonpic.twitter.com/8O3vjMT9oi — Coco Gauff (@CocoGauff) July 1, 2019 Bandaríkin Bretland England Tennis Mest lesið Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Handbolti „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Fótbolti Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti „Það er æfing á morgun“ Íslenski boltinn Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Íslenski boltinn Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Dagskráin í dag: Enski boltinn á sviðið „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Sló Íslandsmetið í sleggjukasti Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Tap í síðasta leik fyrir EM Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Hvað er mikilvægast að hafa í huga fyrir Reykjavíkurmaraþonið? Sjá meira
Coco Gauff er komin áfram í þriðju umferð Wimbledon risamótsins í tennis eftir sinn annan sigur í röð. Coco Gauff er aðeins fimmtán ára gömul og varð sú yngsta til að vinna leik á risamóti í 23 ár þegar hún sló út Venus Williams á mánudaginn. Hún var líka sú yngsta til að vinna leik á hinu virta Wimbledon móti síðan 1991 eða í 28 ár. Ævintýri Coco Gauff er hins vegar enn í fullum gangi og hún vann hrinurnar 6-3 og 6-3 í sigri sinni á slóvakísku tenniskonunni Magdalénu Rybáriková í annarri umferðinni. Gauff þurfti bara klukkutíma og níu mínútur til að klára dæmið.SHE'S DONE IT AGAIN! Coco Gauff is into the next round after beating Magdalena Rybarikova! 6-3 6-3 LIVE @BBCTwohttps://t.co/D80wao6QZj#bbctennis#Wimbledonpic.twitter.com/7U0GU7eeVJ — BBC Tennis (@bbctennis) July 3, 2019 Venus Williams er fimmfaldur Wimbledon-meistari en reyndar orðin 39 ára og því 24 árum eldri en Coco Gauff. Magdalena Rybáriková er „bara“ fimmtán árum eldri en sú bandaríska. „Ég er ennþá í sjokki að ég skuli vera yfir höfuð að keppa hér,“ sagði Coco Gauff við BBC TV. Það eru liðin 28 ár síðan að fimmtán ára tenniskona komst síðast í 32 manna úrslitin á Wimbledon. Jennifer Capriati var líka fimmtán ára þegar hún komst alla leið í undanúrslitin árið 1991. Líf Coco Gauff hefur gjörbreyst á smá tíma og frægðin hefur bankað upp á dyrnar. Það hefur því ekki verið auðvelt fyrir hana að fá einhverja hvíld.The journey continues… 15-year-old @CocoGauff beats former #Wimbledon semi-finalist Magdalena Rybarikova in straight sets to book her place in the third round pic.twitter.com/60juztgXej — Wimbledon (@Wimbledon) July 3, 2019„Ég bjóst ekki við þessu. Fullt af frægu fólki er að senda mér skilaboð og ég er eiginlega stjörnustjörf. Það ótrúlega er að samfélagmiðlar hjálpa mér að slaka á fyrir leikina. Ég er því mikið á þeim. Ég ætla líka að halda því áfram því það hefur gengið vel hingað til,“ sagði Gauff. Næst á dagskránni er leikur á móti Polona Hercog frá Slóveníu í þriðji umferðinni og þar er sæti í sextán manna úrslitum í boði.What a day @Wimbledonpic.twitter.com/8O3vjMT9oi — Coco Gauff (@CocoGauff) July 1, 2019
Bandaríkin Bretland England Tennis Mest lesið Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Handbolti „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Fótbolti Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti „Það er æfing á morgun“ Íslenski boltinn Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Íslenski boltinn Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Dagskráin í dag: Enski boltinn á sviðið „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Sló Íslandsmetið í sleggjukasti Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Tap í síðasta leik fyrir EM Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Hvað er mikilvægast að hafa í huga fyrir Reykjavíkurmaraþonið? Sjá meira