Lið sem komist í 8-liða úrslit Meistaradeildarinnar verði örugg um sæti næsta tímabil Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 4. júlí 2019 14:30 Ajax heillaði marga með framgöngu sinni í Meistaradeildinni síðasta tímabil vísir/getty Aleksander Ceferin, forseti UEFA, segir að hugmyndir séu uppi á borðinu um að tryggja þeim liðum sem komast langt í Meistaradeild Evrópu sæti í keppninni næsta ár á eftir. Síðustu misseri hafa margar fréttir borist af hinum ýmsu tillögum um breytingar á keppnisfyrirkomulagi Meistaradeildarinnar. Meðal þeirra eru hugmyndir á borð við að breyta riðlakeppninni í fjóra riðla með átta liðum eða fjölga liðum með því að halda átta riðlum en hafa fimm eða sex lið í hverjum riðli. Í dag segir The Times hins vegar frá því að Ceferin hafi sagt frá þeirri hugmynd að tryggja liðum sem eiga eitt gott tímabil í Meistaradeildinni en ná kannski ekki að tryggja sæti sitt í keppninni á næsta tímabili í gegnum deildarkeppnina í heimalandinu, sæti í keppninni árið eftir. Í fréttinni eru 8-liða úrslitin nefnd sem punkturinn sem þyrfti að ná til þess að fá sæti næsta ár. „Við viljum vernda lið eins og Ajax núna á síðasta tímabili, eða Mónakó og Leicester City áður. Ajax spilaði í undanúrslitum á þessu ári og nú þurfa þeir að selja alla leikmennina sína því þeir vita ekki hvort þeir komist í Meistaradeildina á næsta tímabili,“ sagði Ceferin. Ajax varð hollenskur meistari í vor en hollenska deildin er ekki nógu hátt skrifuð á styrkleikalista UEFA til þess að meistararnir fái sæti beint í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Þeir koma inn í þriðju umferð forkeppninnar, þá næst síðustu fyrir riðlakeppnina. „Ég held við ættum ekki að vernda of mörg félög, því þá verður keppnin of lokuð, en við verðum að vernda sum þeirra. Ein hugmynd er sú að þau lið sem ná ákveðið langt í keppninni fái sæti í riðlakeppninni næsta ár. En þetta er enn bara á viðræðustigi.“ Forráðamenn UEFA funda með forráðamönnum deilda og félaga innan sambandsins 11. september þar sem þessi hugmynd verður meðal mála á dagskránni. Þá segir Ceferin að UEFA sé einnig að skoða að setja á laggirnar Meistarar meistaranna leik landsliða á milli Evrópumeistaranna og Suður-Ameríkumeistaranna. Meistaradeild Evrópu UEFA Mest lesið Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Fótbolti Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Handbolti Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ Fótbolti Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Vålerenga fór illa að ráði sínu Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Danir og Svíar gætu mæst í HM-umspilinu Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Þetta gæti verið upphafið að einhverju stóru Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar Sæti á HM 2026 í boði á Hampden Park í kvöld Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Ronaldo hittir Trump í dag Sjá meira
Aleksander Ceferin, forseti UEFA, segir að hugmyndir séu uppi á borðinu um að tryggja þeim liðum sem komast langt í Meistaradeild Evrópu sæti í keppninni næsta ár á eftir. Síðustu misseri hafa margar fréttir borist af hinum ýmsu tillögum um breytingar á keppnisfyrirkomulagi Meistaradeildarinnar. Meðal þeirra eru hugmyndir á borð við að breyta riðlakeppninni í fjóra riðla með átta liðum eða fjölga liðum með því að halda átta riðlum en hafa fimm eða sex lið í hverjum riðli. Í dag segir The Times hins vegar frá því að Ceferin hafi sagt frá þeirri hugmynd að tryggja liðum sem eiga eitt gott tímabil í Meistaradeildinni en ná kannski ekki að tryggja sæti sitt í keppninni á næsta tímabili í gegnum deildarkeppnina í heimalandinu, sæti í keppninni árið eftir. Í fréttinni eru 8-liða úrslitin nefnd sem punkturinn sem þyrfti að ná til þess að fá sæti næsta ár. „Við viljum vernda lið eins og Ajax núna á síðasta tímabili, eða Mónakó og Leicester City áður. Ajax spilaði í undanúrslitum á þessu ári og nú þurfa þeir að selja alla leikmennina sína því þeir vita ekki hvort þeir komist í Meistaradeildina á næsta tímabili,“ sagði Ceferin. Ajax varð hollenskur meistari í vor en hollenska deildin er ekki nógu hátt skrifuð á styrkleikalista UEFA til þess að meistararnir fái sæti beint í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Þeir koma inn í þriðju umferð forkeppninnar, þá næst síðustu fyrir riðlakeppnina. „Ég held við ættum ekki að vernda of mörg félög, því þá verður keppnin of lokuð, en við verðum að vernda sum þeirra. Ein hugmynd er sú að þau lið sem ná ákveðið langt í keppninni fái sæti í riðlakeppninni næsta ár. En þetta er enn bara á viðræðustigi.“ Forráðamenn UEFA funda með forráðamönnum deilda og félaga innan sambandsins 11. september þar sem þessi hugmynd verður meðal mála á dagskránni. Þá segir Ceferin að UEFA sé einnig að skoða að setja á laggirnar Meistarar meistaranna leik landsliða á milli Evrópumeistaranna og Suður-Ameríkumeistaranna.
Meistaradeild Evrópu UEFA Mest lesið Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Fótbolti Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Handbolti Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ Fótbolti Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Vålerenga fór illa að ráði sínu Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Danir og Svíar gætu mæst í HM-umspilinu Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Þetta gæti verið upphafið að einhverju stóru Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar Sæti á HM 2026 í boði á Hampden Park í kvöld Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Ronaldo hittir Trump í dag Sjá meira