Fótbolti

Milan búið að finna arftaka Gattuso

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Giampaolo kveður hér stuðningsmenn Sampdoria.
Giampaolo kveður hér stuðningsmenn Sampdoria. vísir/getty

AC Milan réð í gær nýjan þjálfara sem tekur við liðinu af Gennaro Gattuso. Ráðningin er fyrsta verk Zvonomir Boban og Paolo Maldini sem eru komnir í lykilstöður hjá Milan.

Nýi þjálfarinn er hinn 51 árs gamli Marco Giampaolo. Hann hætti í lok tímabils hjá Sampdoria en undir hans stjórn hafnaði liðið í níunda sæti deildarinnar í vetur.

Giampaolo hefur einnig þjálfað Cagliari, Siena, Brescia og Empoli. Nú fær hann stóra tækifærið. Gattuso hætti sjálfviljugur hjá Milan þar sem liðið komst ekki í Meistaradeildina. Hann afþakkaði meira að segja allar greiðslur sem hann hefði getað fengið.

Boban er nýkominn til Milan en hann var í ábyrgðarstöðu hjá FIFA. Hann gegnir starfi knattspyrnustjóra hjá félaginu en Maldini er tæknistjóri félagsins.

Þeir tveir eiga að rífa félagið upp og þeir treysta Giampaolo til þess að koma Milan aftur í Meistaradeildina en þar var liðið síðast árið 2014.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.