Erlent

Orrustuþotur skullu saman í háloftunum

Andri Eysteinsson skrifar
Samskonar vélar og lentu í árekstri í háloftunum.
Samskonar vélar og lentu í árekstri í háloftunum. Getty/MorrisMacMatzen

Tvær þýskar Eurofighter-orrustuþotur brotlentu í dag yfir norðausturhluta Þýskalands eftir að hafa skollið saman í loftinu. Sky greinir frá.

Þýski flugherinn staðfestir þetta og segir að báðir flugmennirnir hafi komist úr vélunum með notkun slöngvisæta áður en að áreksturinn varð.

Flugmennirnir tveir voru ásamt þeim þriðja í verkefni á vegum hersins nærri Muritz-vatni um 100 kílómetra norður af Berlín. Staðurinn er nærri herstöðinni Laage í Mecklenburg-Vorpommen.

Lögregla segir að annar flugmannanna hafi fundist ráfandi um skóglendi en leit stendur enn yfir af hinum flugmanninum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.