Atletico Madrid vill gera 19 ára strák að fimmta dýrasta knattspyrnumanni sögunnar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. júní 2019 09:30 Joao Felix spilar mögulega með Atletico Madrid á næsta tímabili. Getty/ Pedro Fiúza Benfica ætlar að skoða betur tilboð Atletico Madrid í portúgalska framherjann Joao Felix. Það hefur verið mikið látið með Joao Felix síðustu vikur og mánuði en þessi 19 ára strákur hefur verið orðaður við mörg af stórliðum Evrópu. Undanfarið hafa ensku liðin helst úr lestinni í eltingarleiknum við hann og allt bendir til þess að hann endi hjá Atletico Madrid.Benfica say they are considering an offer from Atletico Madrid for Portuguese forward Joao Felix, and it's above his release clause. More: https://t.co/5dbC123VGWpic.twitter.com/s45GL5B6aC — BBC Sport (@BBCSport) June 27, 2019Joao Felix hefur oft verið kallaðir hinn nýi Cristiano Ronaldo en það er aðallega vegna þess að þeir eru báðir Portúgalar. Felix er allt annað leikmaður en Ronaldo og er sem dæmi talinn vera miklu líkari leikmanni eins og Brasilíumanninum Kaka. Kaka var á sínum tíma valinn besti knattspyrnumaður heims. Atletico Madrid hefur boðið 126 milljónir evra í Joao Felix sem myndi gera þennan nítján ára strák að fimmta dýrasta knattspyrnumanni sögunnar. Þetta er stærri upphæð en nægir til þess að kaupa upp samning Joao Felix hjá Benfica en spænska félagið vill ná samkomulagi um að skipta greiðslunni niður á lengri tíma. Aðeins fjórir knattspyrnumenn hafa verið dýrari í allir knattspyrnusögunni eða þeir Neymar, Kylian Mbappe, Philippe Coutinho og Ousmane Dembele. Joao Felix yrði jafnframt næstdýrasti táningur sögunnar en Paris Saint-Germain keypti Kylian Mbappe frá Mónakó fyrir 180 milljónir evra. Joao Felix fékk sitt fyrsta tækifæri með aðalliði Benfica í ágúst síðastliðnum og skoraði alls fimmtán mörk á tímabilinu. Hann vann sér sæti í portúgalska landsliðinu og spilaði sinn fyrstu landsleiki þegar Portúgal tryggði sér sigur í fyrstu Þjóðadeildinni í júní. Hápunktur Felix á tímabilinu var eflaust þegar hann skoraði þrennu á móti þýska liðinu Eintracht Frankfurt í Evrópudeildinni í apríl. Hann varð þá yngsti leikmaður Benfica og yngsti Portúgalinn til að skora þrennu í Evrópuleik og þá hefur enginn yngri náð að skora þrennu í sögu Evrópudeildarinnar. Spænski boltinn Mest lesið Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Fótbolti 29 ára stórmeistari látinn Sport Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti „Hættulegt að ætla að halda í jafntefli eða tapa bara með einu marki“ Sport Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Körfubolti Dagskráin: Meistaradeild Evrópu, Lokasóknin, VARsjáin og Bónus kvenna Sport Fleiri fréttir Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Kraftaverk smábæjarliðsins fullkomnað í kvöld Kristall Máni á skotskónum og fyrsti sigurinn síðan í ágúst Potter talaði sænsku á blaðamannafundinum Sonur Stuart Pearce lést í slysi Nýr stjóri Rangers byrjar gegn Frey „Hefur blundað í manni að taka við félagsliði“ Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Potter orðinn þjálfari Svía og stefnir á HM „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Sjá meira
Benfica ætlar að skoða betur tilboð Atletico Madrid í portúgalska framherjann Joao Felix. Það hefur verið mikið látið með Joao Felix síðustu vikur og mánuði en þessi 19 ára strákur hefur verið orðaður við mörg af stórliðum Evrópu. Undanfarið hafa ensku liðin helst úr lestinni í eltingarleiknum við hann og allt bendir til þess að hann endi hjá Atletico Madrid.Benfica say they are considering an offer from Atletico Madrid for Portuguese forward Joao Felix, and it's above his release clause. More: https://t.co/5dbC123VGWpic.twitter.com/s45GL5B6aC — BBC Sport (@BBCSport) June 27, 2019Joao Felix hefur oft verið kallaðir hinn nýi Cristiano Ronaldo en það er aðallega vegna þess að þeir eru báðir Portúgalar. Felix er allt annað leikmaður en Ronaldo og er sem dæmi talinn vera miklu líkari leikmanni eins og Brasilíumanninum Kaka. Kaka var á sínum tíma valinn besti knattspyrnumaður heims. Atletico Madrid hefur boðið 126 milljónir evra í Joao Felix sem myndi gera þennan nítján ára strák að fimmta dýrasta knattspyrnumanni sögunnar. Þetta er stærri upphæð en nægir til þess að kaupa upp samning Joao Felix hjá Benfica en spænska félagið vill ná samkomulagi um að skipta greiðslunni niður á lengri tíma. Aðeins fjórir knattspyrnumenn hafa verið dýrari í allir knattspyrnusögunni eða þeir Neymar, Kylian Mbappe, Philippe Coutinho og Ousmane Dembele. Joao Felix yrði jafnframt næstdýrasti táningur sögunnar en Paris Saint-Germain keypti Kylian Mbappe frá Mónakó fyrir 180 milljónir evra. Joao Felix fékk sitt fyrsta tækifæri með aðalliði Benfica í ágúst síðastliðnum og skoraði alls fimmtán mörk á tímabilinu. Hann vann sér sæti í portúgalska landsliðinu og spilaði sinn fyrstu landsleiki þegar Portúgal tryggði sér sigur í fyrstu Þjóðadeildinni í júní. Hápunktur Felix á tímabilinu var eflaust þegar hann skoraði þrennu á móti þýska liðinu Eintracht Frankfurt í Evrópudeildinni í apríl. Hann varð þá yngsti leikmaður Benfica og yngsti Portúgalinn til að skora þrennu í Evrópuleik og þá hefur enginn yngri náð að skora þrennu í sögu Evrópudeildarinnar.
Spænski boltinn Mest lesið Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Fótbolti 29 ára stórmeistari látinn Sport Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti „Hættulegt að ætla að halda í jafntefli eða tapa bara með einu marki“ Sport Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Körfubolti Dagskráin: Meistaradeild Evrópu, Lokasóknin, VARsjáin og Bónus kvenna Sport Fleiri fréttir Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Kraftaverk smábæjarliðsins fullkomnað í kvöld Kristall Máni á skotskónum og fyrsti sigurinn síðan í ágúst Potter talaði sænsku á blaðamannafundinum Sonur Stuart Pearce lést í slysi Nýr stjóri Rangers byrjar gegn Frey „Hefur blundað í manni að taka við félagsliði“ Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Potter orðinn þjálfari Svía og stefnir á HM „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Sjá meira