Innlent

Flutti inn rúm­lega þrjú kíló af kókaíni frá Tenerife

Sylvía Hall skrifar
Málið verður þingfest þann 14. júní.
Málið verður þingfest þann 14. júní. Vísir/Valli
24 ára gamall maður hefur verið ákærður fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot með því að hafa flutt inn rúmlega þrjú kíló af kókaíni. Ákærði hafði sjálfur flutt fíkniefnin til Íslands frá Tenerife í mars á síðasta ári.Tollverðir fundu efnin í tveimur ferðatöskum við komuna til landsins en efnin voru ætluð til söludreifingar hér á landi. Alls fundust 3.353 grömm af kókaíni í töskunum sem hafði 87 til 89 prósent styrkleika.Ákæruvaldið fer fram á að ákærði verði dæmdur til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar. Þá er jafnframt krafist þess að framangreind fíkniefni verði gerð upptæk.Málið verður þingfest í Héraðsdómi Reykjaness þann 14. júní næstkomandi.

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.