Innlent

Tveir hand­teknir eftir að kókaín fannst í sumar­bú­stað

Atli Ísleifsson skrifar
Málið telst upplýst.
Málið telst upplýst. vísir/vilhelm

Tveir menn voru handteknir eftir að lögregla fann talsvert magn kókaíns í sumarhúsi í umdæmi lögreglunnar á Norðurlandi vestra síðustu nótt.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Facebook. Þar segir að við leit í húsinu hafi fundist „talsvert magn af kókaíni er talið hafa verið ætlað til sölu og dreifingar.“

Málið telst upplýst, en lögregla naut aðstoðar fíkniefnaleitarhunds við aðgerðirnar að því er fram kemur í tilkynningunni.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.