Myndband | Þór Þormar vann á heimavelli Bragi Þórðarson skrifar 16. júní 2019 16:30 Þór Þormar Pálsson flaug manna hæst í KFC torfærunni. Bíladagar Orkunnar fara nú fram á Akureyri. Einn af viðburðum hátíðarinnar var önnur umferð Íslandsmótsins í torfæru sem fór fram í gryfjunum í Glerárdal á laugardaginn. Veðurblíðan undanfarnar vikur setti svip sinn á KFC torfæruna, gríðarlegt ryk var í gryfjunum sem gerði ökumönnum erfitt fyrir. Þrír bílar voru skráðir í Götubílaflokk og var það reynsluboltinn Steingrímur Bjarnason á Strumpnum sem stóð uppi sem sigurvegari.Hart barist í sérútbúna flokknumÍ flokki sérútbúinna bíla voru 19 bílar skráðir til leiks. Geir Evert Grímsson leiddi Íslandsmótið fyrir keppnina eftir sigur í fyrstu umferðinni á Hellu. Keppnin byrjaði þó illa fyrir Geir er hann festi bíl sinn, Sleggjuna, strax í fyrsta barði. Hann átti því aldrei raunhæfa möguleika á sigri eftir það og endaði fimmti. Haukur Viðar Einarsson á Heklu endaði þriðji á Hellu. Hann var annar framan af í KFC torfærunni en varð að lokum að sætta sig við þriðja sætið aðra keppnina í röð. Alexander Már Steinarsson fékk Guttann Reborn lánaðan hjá Ingólfi Guðvarðarsyni. Alexander keyrði frábærlega á Akureyri og hrifsaði silfrið af Hauki með frábærum akstri í síðustu braut dagsins.Heimamaðurinn með yfirburðiÞór Þormar Pálsson, ríkjandi Íslandsmeistari, stóð uppi sem öruggur sigurvegari í sinni heimakeppni. Rétt eins og í Akureyrartorfærunni í fyrra bar akstur hans af og er greinilegt að gryfjurnar í Glerárdal henta honum vel. Úrslitin þýða að Þór Þormar, Geir Evert og Haukur Viðar standa jafnir að stigum í fyrsta sæti Íslandsmótsins. Þriðja umferð mótsins fer fram á Blönduósi eftir tvær vikur og verður hart barist þar. Akstursíþróttir Íþróttir Mest lesið United boðið að skrapa botninn á tunnunni Fótbolti EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Formúla 1 Hélt fótboltabúðir fyrir hinsegin ungmenni Sport Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Körfubolti Sengun í fantaformi í sumarfríinu Körfubolti Djokovic í undanúrslit í fjórtánda sinn Sport Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid Fótbolti Landsliðsþjálfaranum létt og spenna í hópnum Sport Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Íslenskir Evrópuleikir Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Hélt fótboltabúðir fyrir hinsegin ungmenni Sengun í fantaformi í sumarfríinu Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Djokovic í undanúrslit í fjórtánda sinn Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid United boðið að skrapa botninn á tunnunni Jokic framlengir ekki að sinni Samþykkja tilboð Tottenham í Kudus Frakkar sýndu styrk sinn Landsliðsþjálfaranum létt og spenna í hópnum Ancelotti dæmdur fyrir skattsvik Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Englendingar hrukku heldur betur í gang Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman Golflandsliðið í öðru sæti eftir fyrsta hring EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan „Vissulega eru það vonbrigði“ Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Fattaði ekki að hún væri búin að vinna Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Noregi Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn „Að hlusta á ræður hjá henni gefur mér enn gæsahúð“ Sjá meira
Bíladagar Orkunnar fara nú fram á Akureyri. Einn af viðburðum hátíðarinnar var önnur umferð Íslandsmótsins í torfæru sem fór fram í gryfjunum í Glerárdal á laugardaginn. Veðurblíðan undanfarnar vikur setti svip sinn á KFC torfæruna, gríðarlegt ryk var í gryfjunum sem gerði ökumönnum erfitt fyrir. Þrír bílar voru skráðir í Götubílaflokk og var það reynsluboltinn Steingrímur Bjarnason á Strumpnum sem stóð uppi sem sigurvegari.Hart barist í sérútbúna flokknumÍ flokki sérútbúinna bíla voru 19 bílar skráðir til leiks. Geir Evert Grímsson leiddi Íslandsmótið fyrir keppnina eftir sigur í fyrstu umferðinni á Hellu. Keppnin byrjaði þó illa fyrir Geir er hann festi bíl sinn, Sleggjuna, strax í fyrsta barði. Hann átti því aldrei raunhæfa möguleika á sigri eftir það og endaði fimmti. Haukur Viðar Einarsson á Heklu endaði þriðji á Hellu. Hann var annar framan af í KFC torfærunni en varð að lokum að sætta sig við þriðja sætið aðra keppnina í röð. Alexander Már Steinarsson fékk Guttann Reborn lánaðan hjá Ingólfi Guðvarðarsyni. Alexander keyrði frábærlega á Akureyri og hrifsaði silfrið af Hauki með frábærum akstri í síðustu braut dagsins.Heimamaðurinn með yfirburðiÞór Þormar Pálsson, ríkjandi Íslandsmeistari, stóð uppi sem öruggur sigurvegari í sinni heimakeppni. Rétt eins og í Akureyrartorfærunni í fyrra bar akstur hans af og er greinilegt að gryfjurnar í Glerárdal henta honum vel. Úrslitin þýða að Þór Þormar, Geir Evert og Haukur Viðar standa jafnir að stigum í fyrsta sæti Íslandsmótsins. Þriðja umferð mótsins fer fram á Blönduósi eftir tvær vikur og verður hart barist þar.
Akstursíþróttir Íþróttir Mest lesið United boðið að skrapa botninn á tunnunni Fótbolti EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Formúla 1 Hélt fótboltabúðir fyrir hinsegin ungmenni Sport Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Körfubolti Sengun í fantaformi í sumarfríinu Körfubolti Djokovic í undanúrslit í fjórtánda sinn Sport Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid Fótbolti Landsliðsþjálfaranum létt og spenna í hópnum Sport Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Íslenskir Evrópuleikir Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Hélt fótboltabúðir fyrir hinsegin ungmenni Sengun í fantaformi í sumarfríinu Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Djokovic í undanúrslit í fjórtánda sinn Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid United boðið að skrapa botninn á tunnunni Jokic framlengir ekki að sinni Samþykkja tilboð Tottenham í Kudus Frakkar sýndu styrk sinn Landsliðsþjálfaranum létt og spenna í hópnum Ancelotti dæmdur fyrir skattsvik Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Englendingar hrukku heldur betur í gang Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman Golflandsliðið í öðru sæti eftir fyrsta hring EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan „Vissulega eru það vonbrigði“ Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Fattaði ekki að hún væri búin að vinna Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Noregi Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn „Að hlusta á ræður hjá henni gefur mér enn gæsahúð“ Sjá meira