Sport

Khabib snýr aftur í búrið í september

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Það verður mikið áhorf á þennan bardaga hjá Khabib.
Það verður mikið áhorf á þennan bardaga hjá Khabib. vísir/GETTY
UFC staðfesti í gær risabardaga á milli Khabib Nurmagomedov og Dustin Poirier. Þetta verður fyrsti bardagi Khabib síðan hann pakkaði Conor McGregor saman.

Bardaginn mun fara fram þann 7. september í Abu Dhabi. Khabib hefur unnið alla 27 bardaga sína á ferlinum og er að klára bann sem hann fékk fyrir lætin eftir bardagann gegn Conor.

Andstæðingur hans er hinn kröftugi Poirier sem er bráðabirgðameistari í léttvigtinni. Poirier sigraði Max Holloway í eftirminnilegum bardaga í apríl og verður mjög áhugavert að sjá hann taka á Rússanum ósigrandi.





MMA

Tengdar fréttir

Khabib berst aldrei aftur í Las Vegas

Rússinn Khabib Nurmagomedov er mjög ósáttur við bannið sem vinir hans fengu frá íþróttasambandi Nevada í gær. Umboðsmaður hans segir að hann berjist aldrei aftur í Las Vegas.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×