Sport

Conor í sex mánaða bann en Khabib fær níu mánuði

Anton Ingi Leifsson skrifar
Khabib alveg vitlaus eftir bardagann.
Khabib alveg vitlaus eftir bardagann. vísir/getty
Bardagakapparnir Conor McGregor og Khabib Nurmagomedov hafa báðir verið dæmdir í bann eftir að allt sauð upp úr eftir bardaga þeirra í október. BBC greinir frá.Dómstólinn í Nevada-fylki í Bandaríkjunum kvað upp þennan dóm í dag en bardaginn setti svartan blett á íþróttina í október mánuði á síðasta mánuði.Khabib kláraði Írann kjaftfora í fjórðu lotunni og þegar bardaganum var lokið sauð allt upp úr. Khabib hraunaði yfir McGregor sem lá á gólfinu áður en Khabib hoppaði út úr búrinu og hjólaði í aðstoðarmenn Conors.Því var ekki lokið þar heldur komu aðrir félagar Khabib inn í hringinn og réðust að Conor sem var gjörsamlega búinn á því í gólfinu en þessar senur settu ljóta mynd á UFC.Sjá einnig:Sjáðu hópslagsmálin eftir bardaga Conors og Khabib í nóttNú hefur dómstóllinn í Nevada loks dæmt í málinu. Khabib fær níu mánaða bann en Conor sex mánaða. Refsing Khabib gæti þó minnkað niður í sex mánuði taki hann að sér herferð í Nevada um að stoppa einelti.Khabib þarf að greiða 500 þúsund dollara en Conor einn tíunda fa því eða 50 þúsund. Bæði bönnin taka gildi sama dag og bardaginn fór fram, 6. október, svo Conor á einungis rétt rúma þrjú mánuði eftir af sinni refsingu en Khabib á meira af sinni.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.