Sport

50 Cent býður Khabib 2 milljónir dollara fyrir að yfirgefa UFC

Smári Jökull Jónsson skrifar
Khabib í bardaganum þar sem allt varð vitlaust.
Khabib í bardaganum þar sem allt varð vitlaust. vísir/getty

50 Cent hefur óvænt blandað sér í umræðuna eftir bardaga Khabib Nurmagomedov og Conor McGregor í UFC um síðustu helgi þar sem allt varð vitlaust eins og frægt er orðið.

Eftir bardagann á laugardaginn stökk Khabib út úr hringnum og slóst við aðstoðarmenn Írans og fékk keppnisbann hjá UFC fyrir vikið og hefur meðal annars hótað að hætta að berjast af þeim sökum.

Nú hefur rapparinn 50 Cent blandað sér í umræðuna og boðið Rússanum 2 milljónir dollara fyrir að yfirgefa UFC og berjast þess í stað fyrir hann og Bellator, annað samband sem skipuleggur bardaga í blönduðum bardagalistum.

Khabib hefur enn ekki fengið greiddar þær 2 milljónir sem hann átti að fá fyrir bardagann gegn Conor en Írinn hefur fengið sínar 3 milljónir í vasann.

50 Cent segist ætla að sjá um Dana White og samning Khabib við UFC og bætir við að meðferðin sem hann hefur fengið sé ósanngjörn. 


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.