Deildin er skipuð liðum í nærliggjandi bæjum og gerðu Börsungar þetta til þess að liðið myndi fá meiri samkeppni en þær hafa rúllað yfir stelpudeildina undanfarin ár.
Barcelona U12s girls' team win all 30 games after being entered into local boys' league... and they scored 329 goals along the way https://t.co/t8f4ODojVipic.twitter.com/kdTWejdg1g
— MailOnline Sport (@MailSport) June 7, 2019
Stelpurnar gerðu sér lítið fyrir og unnu alla 30 leikina sem þær spiluðu í vetur. Þær unnu deildina að endingu með fjórtán stigum og skoruðu 329 í leikjunum þrjátíu.
Enginn skoraði þó meira en Celia Segura en hún gerði 121 mark í deildinni í vetur, sem gerir rúmlega fjögur mark að meðaltali í leik í vetur. Mögnuð.
Börsungar eru ekki eina liðið sem gerir þetta en Atletico Madrid og Athletico Bilbao hafa einnig séð framfarir eftir að hafa sent stelpulið til leiks í strákaflokki.
Næsta vetur verður það ekki bara U12-ára lið Börsunga sem tekur þátt því liðið ætlar einnig að senda U10-ára liðið til leiks í deild með strákaliðum.