Menning

Vinnuhelgi í Selárdal í Arnarfirði

Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar
Listaverkunum hefur verið gert til góða og allt að komast í topplag.
Listaverkunum hefur verið gert til góða og allt að komast í topplag.

Vinnuhelgi er fram undan hjá sjálfboðaliðum í Selárdal í Arnarfirði. Hafist verður handa strax í dag við að lagfæra lóð og hús listamannsins Samúels Jónssonar (1884-1969) og gera það heimilislegt.

Söfnun á heimilistækjum í húsið stendur yfir á fésbók, vöfflujárni, brauðrist, pottum, pönnum, hraðsuðukatli, hnífapörum, bollum og tilheyrandi.

Haldið verður áfram næstu daga við tiltekt og fleiri komast að, en þeir sem vilja mæta eru varaðir við að Breiðafjarðarferjan Baldur verður ekki í förum á sunnudaginn.

Frí gisting og fæði er í boði í Selárdal en hafa þarf samband við Ólaf J. Engilbertsson í síma 698-7533.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.