Lífið

Ed Sheeran valdi Glowie til að hita upp

Stefán Árni Pálsson skrifar
Glowie verður á sviðinu 10. og 11. ágúst.
Glowie verður á sviðinu 10. og 11. ágúst.

Sara Pétursdóttir, betur þekkt sem Glowie, mun hita upp fyrir Ed Sheeran 10. og 11. ágúst á Laugardalsvellinum en þetta kemur fram í tilkynningu frá Senu Live.

Þar segir að Sheeran hafi sjálfur valið Glowie til að koma fram en stórstjörnurnar James Bay og Zaru Larsson munu einnig hita upp fyrir tónleikana.

Glowie er aðeins 21 árs en hefur nú þegar landað stórum plötusamning við Columbia og býr nú í London þar sem hún vinnur hörðum höndum að fyrstu breiðskífu sinni.

Fyrstu lögin af væntanlegri breiðskífu, Body og Cruel, komu út fyrir skemmstu og hafa bæði gengið vel. Uppselt er á tónleikana 10. ágúst og er uppselt á svæði C (sitjandi) á seinni tónleikana.

Glowie sló fyrst í gegn árið 2015 hér á landi og vakti strax mikla athygli með laginu No More sem varð vinsælasta lagið á Íslandi.

Eins og áður segir kom lagið Cruel út fyrr á árinu og er það komið með 1,2 milljónir spilana á YouTube en hér að neðan má sjá myndbandið við lagið.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.