Bíó og sjónvarp

Aladdin malar gull þrátt fyrir misjafna dóma

Stefán Árni Pálsson skrifar
Will Smith leikur andann.
Will Smith leikur andann.

Þann 24. maí var endurgerð Aladdin-myndarinnar frumsýnd um heim allan en teiknimyndin kom út árið 1992.

Will Smith leikur Andann í kvikmyndinni sem er að þessu sinni leikinn. Myndin sem kom út árið 1992 var teiknimynd og skartaði Scott Weinger í hlutverki Aladdins og Robin Williams í hlutverki andans. Felix Bergsson og Laddi túlkuðu sömu hlutverk í íslenskri þýðingu myndarinnar.

Hin nýja Disney-mynd er í leikstjórn breska leikstjórans Guy Ritchie. Mena Massoud leikur Aladdin, Naomi Scott leikur Jasmín en á fyrstu dögunum hafa fjölmargir séð kvikmyndina í kvikmyndahúsum, þrátt fyrir misjafna dóma sérfræðinga.

Aladdin tók inn 86,1 milljón dollara, 10 milljarða íslenskra króna, um opnunarhelgina og gerði því betur en John Wick 3. Aladdin kostaði 180 milljónir dollara í framleiðslu og er talið að kvikmyndaframleiðandinn nái þeim fjármunum til baka. Á vefsíðunnni IMDB er Aladdin með 7,4 í einkunn.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.