Sport

Anton Sveinn mun synda á HM í Suður-Kóreu

Hjörvar Ólafsson skrifar
Anton Sveinn stóð sig vel í Bandaríkjunum um helgina.
Anton Sveinn stóð sig vel í Bandaríkjunum um helgina. Getty/ Maddie Meyer

Sundmaðurinn Anton Sveinn McKee keppti um helgina í þremur greinum, 50, 100 og 200 metra bringusundi á TYR Pro Swim Series mót­inu sem fram fór í Bloom­ingt­on í Indi­ana í Banda­ríkj­un­um.

Anton Sveinn náði mjög góðum árangri á mótinu en hann synti sig inn á HM í 50 metra laug sem haldið verður í Gwangju í Suður-Kór­eu í lok júní. Ant­on Sveinn synti á tím­an­um 27,73 sek­únd­um í 50 metra bringusundi en þar með bætti hann tíu ára gamalt Íslandsmet Jakobs Jóhanns Sveins­sonar.

Ant­on hafnaði svo í þriðja sæti í 100 metra bring­u­sundi en hann synti á tím­an­um 1:00,62 og var nálægt Íslandsmeti sínu í greininni. Blaðið var farið í prentun áður en hann synti 200 metrana á mótinu

Næsta verkefni Antons er þátttaka hans með íslenska liðinu á Smáþjóðleikunum sem haldnir verða í Svartfjallalandi um næstkomandi mánaðamót.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.