Sport

Anton Sveinn mun synda á HM í Suður-Kóreu

Hjörvar Ólafsson skrifar
Anton Sveinn stóð sig vel í Bandaríkjunum um helgina.
Anton Sveinn stóð sig vel í Bandaríkjunum um helgina. Getty/ Maddie Meyer
Sundmaðurinn Anton Sveinn McKee keppti um helgina í þremur greinum, 50, 100 og 200 metra bringusundi á TYR Pro Swim Series mót­inu sem fram fór í Bloom­ingt­on í Indi­ana í Banda­ríkj­un­um.

Anton Sveinn náði mjög góðum árangri á mótinu en hann synti sig inn á HM í 50 metra laug sem haldið verður í Gwangju í Suður-Kór­eu í lok júní. Ant­on Sveinn synti á tím­an­um 27,73 sek­únd­um í 50 metra bringusundi en þar með bætti hann tíu ára gamalt Íslandsmet Jakobs Jóhanns Sveins­sonar.

Ant­on hafnaði svo í þriðja sæti í 100 metra bring­u­sundi en hann synti á tím­an­um 1:00,62 og var nálægt Íslandsmeti sínu í greininni. Blaðið var farið í prentun áður en hann synti 200 metrana á mótinu

Næsta verkefni Antons er þátttaka hans með íslenska liðinu á Smáþjóðleikunum sem haldnir verða í Svartfjallalandi um næstkomandi mánaðamót.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×