Missti báða fætur í árekstri en vann kappakstur í gær Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. maí 2019 15:00 Billy Monger með Lewis Hamilton. Getty/Dan Mullan Einn af athyglisverðustu sigurvegurum helgarinnar missti báða fæturna í árekstri fyrir aðeins tveimur árum síðan. Bretinn Billy Monger vann Pau Grand Prix kappaksturinnum helgina en hann keppir í Opnu Evrópuformúlunni sem er keppni ungra ökumanna og fer fram á Spáni. „Ég trú þessu varla. Ég hefði aldrei séð það fyrir fyrir tveimur árum að ég myndi vinna keppni sem þessa,“ sagði Billy Monger.Billy Monger has won the Pau Grand Prix It's his first victory since having both his legs amputated after he was involved in a crash. "Can't believe it, I didn't think two years on I'd be winning races."https://t.co/ARsLpd0a9upic.twitter.com/uKFIlzHNG2 — BBC Sport (@BBCSport) May 19, 2019Billy Monger keyrir fyrir Carlin-liðið og í sérútbúnum bíl. Hann er nú orðinn tvítugur en Monger slasaðist alvarlega í árekstri í formúlu fjögur í apríl 2017. Eftir áreksturinn þurfti að taka af honum báða fæturna. Það sáu kannski fáir leið fyrir hann til að fara að keppa aftur í kappakstri en Monger sýndi mikið hugrekki og lét ekki þetta stóra áfall stoppa sig. Monger og fjölskylda hans börðust síðan fyrir reglubreytingum vegna fatlaðra ökumanna og fengu þær í gegn. Hann fór síðan að keppa aftur í september 2018.He's already winning races just two years on. Billy Monger claimed his first victory since having both his legs amputated after a crash.https://t.co/ZiWOBByVL7pic.twitter.com/r9qmSGtK9C — BBC Sport (@BBCSport) May 20, 2019Monger náði sjötta sætinu í bresku formúlu þrjú á árinu 2018 og komst þá þrisvar á verðlaunapall. Um helgina gekk allt upp hjá honum og þá sérstaklega sú stóra ákvörðun að skipta yfir á regndekk. Við það datt hann niður í neðsta sæti en keyrði síðan fram úr öllum þegar fór að rigna seinna í keppninni. Monger nýtti sér líka það að forystubílarnir lenti í árekstri og hélt forystunni allt til enda þegar hann komst í fyrsta sætið. Formúla Mest lesið Svörtu skýin safnast saman yfir Anfield eftir stórtap á heimavelli Enski boltinn Íslandsmeistari í fimm ára keppnisbann Sport Eiður enn að skora mörk: „Gjöfin sem heldur áfram að gefa“ Fótbolti Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Handbolti Sænska landsliðið fordæmt fyrir að auglýsa megrunarlyf Sport „Þetta er mjög erfið staða í augnablikinu“ Enski boltinn Skoskir stuðningsmenn ollu jarðskjálfta Fótbolti „Ég ætla að brjóta á honum andlitið“ Sport Þriðji sigur Chelsea í röð Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn rúllar aftur eftir hlé og spennan magnast í pílukastinu Sport Fleiri fréttir Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim „Mikið fjör í búningsklefanum“ „Þetta er mjög erfið staða í augnablikinu“ Börsungar með stórsigur í fyrsta leik á nýja Nývangi Crystal Palace upp í Meistaradeildarsæti Newcastle - Manchester City | Heldur Haaland uppteknum hætti? Hilmar Smári og félagar tapa og tapa Svörtu skýin safnast saman yfir Anfield eftir stórtap á heimavelli Endurkoma kom Bayern aftur á sigurbraut Íslendingaliðið í vondum málum Hafrún skoraði í jafntefli „Ég ætla að brjóta á honum andlitið“ Sigur skaut liði Ingibjargar upp um þrjú sæti Eiður enn að skora mörk: „Gjöfin sem heldur áfram að gefa“ Þriðji sigur Chelsea í röð Skoskir stuðningsmenn ollu jarðskjálfta Norris á pól og heimsmeistaratitillinn í augsýn Íslandsmeistari í fimm ára keppnisbann Mark Elíasar dugði ekki til að bjarga liðinu frá falli Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Sænska landsliðið fordæmt fyrir að auglýsa megrunarlyf Dagskráin í dag: Enski boltinn rúllar aftur eftir hlé og spennan magnast í pílukastinu Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé „Skiptir engu máli hver er fyrstur 80 metra í 100 metra hlaupi“ Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Sjá meira
Einn af athyglisverðustu sigurvegurum helgarinnar missti báða fæturna í árekstri fyrir aðeins tveimur árum síðan. Bretinn Billy Monger vann Pau Grand Prix kappaksturinnum helgina en hann keppir í Opnu Evrópuformúlunni sem er keppni ungra ökumanna og fer fram á Spáni. „Ég trú þessu varla. Ég hefði aldrei séð það fyrir fyrir tveimur árum að ég myndi vinna keppni sem þessa,“ sagði Billy Monger.Billy Monger has won the Pau Grand Prix It's his first victory since having both his legs amputated after he was involved in a crash. "Can't believe it, I didn't think two years on I'd be winning races."https://t.co/ARsLpd0a9upic.twitter.com/uKFIlzHNG2 — BBC Sport (@BBCSport) May 19, 2019Billy Monger keyrir fyrir Carlin-liðið og í sérútbúnum bíl. Hann er nú orðinn tvítugur en Monger slasaðist alvarlega í árekstri í formúlu fjögur í apríl 2017. Eftir áreksturinn þurfti að taka af honum báða fæturna. Það sáu kannski fáir leið fyrir hann til að fara að keppa aftur í kappakstri en Monger sýndi mikið hugrekki og lét ekki þetta stóra áfall stoppa sig. Monger og fjölskylda hans börðust síðan fyrir reglubreytingum vegna fatlaðra ökumanna og fengu þær í gegn. Hann fór síðan að keppa aftur í september 2018.He's already winning races just two years on. Billy Monger claimed his first victory since having both his legs amputated after a crash.https://t.co/ZiWOBByVL7pic.twitter.com/r9qmSGtK9C — BBC Sport (@BBCSport) May 20, 2019Monger náði sjötta sætinu í bresku formúlu þrjú á árinu 2018 og komst þá þrisvar á verðlaunapall. Um helgina gekk allt upp hjá honum og þá sérstaklega sú stóra ákvörðun að skipta yfir á regndekk. Við það datt hann niður í neðsta sæti en keyrði síðan fram úr öllum þegar fór að rigna seinna í keppninni. Monger nýtti sér líka það að forystubílarnir lenti í árekstri og hélt forystunni allt til enda þegar hann komst í fyrsta sætið.
Formúla Mest lesið Svörtu skýin safnast saman yfir Anfield eftir stórtap á heimavelli Enski boltinn Íslandsmeistari í fimm ára keppnisbann Sport Eiður enn að skora mörk: „Gjöfin sem heldur áfram að gefa“ Fótbolti Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Handbolti Sænska landsliðið fordæmt fyrir að auglýsa megrunarlyf Sport „Þetta er mjög erfið staða í augnablikinu“ Enski boltinn Skoskir stuðningsmenn ollu jarðskjálfta Fótbolti „Ég ætla að brjóta á honum andlitið“ Sport Þriðji sigur Chelsea í röð Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn rúllar aftur eftir hlé og spennan magnast í pílukastinu Sport Fleiri fréttir Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim „Mikið fjör í búningsklefanum“ „Þetta er mjög erfið staða í augnablikinu“ Börsungar með stórsigur í fyrsta leik á nýja Nývangi Crystal Palace upp í Meistaradeildarsæti Newcastle - Manchester City | Heldur Haaland uppteknum hætti? Hilmar Smári og félagar tapa og tapa Svörtu skýin safnast saman yfir Anfield eftir stórtap á heimavelli Endurkoma kom Bayern aftur á sigurbraut Íslendingaliðið í vondum málum Hafrún skoraði í jafntefli „Ég ætla að brjóta á honum andlitið“ Sigur skaut liði Ingibjargar upp um þrjú sæti Eiður enn að skora mörk: „Gjöfin sem heldur áfram að gefa“ Þriðji sigur Chelsea í röð Skoskir stuðningsmenn ollu jarðskjálfta Norris á pól og heimsmeistaratitillinn í augsýn Íslandsmeistari í fimm ára keppnisbann Mark Elíasar dugði ekki til að bjarga liðinu frá falli Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Sænska landsliðið fordæmt fyrir að auglýsa megrunarlyf Dagskráin í dag: Enski boltinn rúllar aftur eftir hlé og spennan magnast í pílukastinu Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé „Skiptir engu máli hver er fyrstur 80 metra í 100 metra hlaupi“ Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Sjá meira