Sport

Ofurstjarna Kúrekanna handjárnuð í Las Vegas

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Ezekiel Elliott.
Ezekiel Elliott. vísir/getty
Hlaupari Dallas Cowboys, Ezekiel Elliott, lenti í útistöðum við fólk á tónlistarhátíð í Las Vegas um síðustu helgi.Það endaði með því að Elliott var handjárnaður en þó ekki handtekinn. Á myndbandi frá TMZ má sjá Zeke á spjalli við konu og síðan rífast og ögra starfsfólki tónlistarhátíðarinnar. Í kjölfarið var hann járnaður.

Lögmaður Elliott segir að öryggisgæslan hafi lesið vitlaust í aðstæður og síðan brugðist vitlaust við því sem var í gangi.Eliott yfirgaf svæðið eftir viðræður við yfirvöld og var mættur í fótboltabúðirnar sínar fyrir ungt fólk í Dallas um morguninn.

Tengd skjöl

NFLFleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.