Sport

Ofurstjarna Kúrekanna handjárnuð í Las Vegas

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Ezekiel Elliott.
Ezekiel Elliott. vísir/getty

Hlaupari Dallas Cowboys, Ezekiel Elliott, lenti í útistöðum við fólk á tónlistarhátíð í Las Vegas um síðustu helgi.

Það endaði með því að Elliott var handjárnaður en þó ekki handtekinn. Á myndbandi frá TMZ má sjá Zeke á spjalli við konu og síðan rífast og ögra starfsfólki tónlistarhátíðarinnar. Í kjölfarið var hann járnaður.
Lögmaður Elliott segir að öryggisgæslan hafi lesið vitlaust í aðstæður og síðan brugðist vitlaust við því sem var í gangi.

Eliott yfirgaf svæðið eftir viðræður við yfirvöld og var mættur í fótboltabúðirnar sínar fyrir ungt fólk í Dallas um morguninn.

NFL


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.