Menning

Heimsfrumsýning á íslenska dans- og tónverkinu Aiõn

Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar
Hluti af dansflokknum spókar sig á götum Gautaborgar milli æfinga.
Hluti af dansflokknum spókar sig á götum Gautaborgar milli æfinga. ÍD
Dans- og tónverkið Aiõn eftir Ernu Ómarsdóttur danshöfund og Önnu Thorvaldsdóttur tónskáld verður heimsfrumsýnt á Point-tónlistarhátíðinni í Gautaborg á morgun, 24. maí. Dansarar Íslenska dansflokksins og hljóðfæraleikarar Sinfóníuhljómsveitar Gautaborgar renna saman í eitt í túlkun þess.Aiõn er mikið ástríðuverkefni þeirra Ernu og Önnu og er innblásið af abstrakt hugsun um tímann og ferðalag milli vídda. Þær stöllur bjóða áhorfendum upp á töfrandi heim þar sem tónlist og dans mætast á óvanalegan hátt.Dansflokkurinn hefur fengið til liðs við sig búningahönnuðinn Agnieszka Baranowska og kvikmyndagerðarmennina Pierre-Alain Giraud og Valdimar Jóhannsson. Vídeóverki, sem þeir Pierre-Alain og Valdimar hafa búið til fyrir Aiõn, verður varpað á veggi tónlistarhússins meðan flutningur dans- og tónverksins fer fram.Aiõn er samstarfsverkefni Íslenska dansflokksins, Sinfóníuhljómsveitar Íslands og Sinfóníuhljómsveitar Gautaborgar. Íslendingar fá tækifæri til að upplifa það 1. apríl 2020 þegar Íslenski dansflokkurinn og Sinfóníuhljómsveit Íslands flytja verkið í Eldborg í Hörpu. (Þetta er ekki aprílgabb!)Á æfingu á Aiõn.Gunnar Freyr Steinsson

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.