Fótbolti

Elmar og félagar skrefi nær efstu deild eftir vítaspyrnukeppni

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Theodór Elmar Bjarnason
Theodór Elmar Bjarnason S2 Sport
Theodór Elmar Bjarnason lék allan leikinn fyrir Gazisehir Gaziantep þegar liðið heimsótti Osmanlispor í seinni leik liðanna í undanúrslitum umspils um sæti í efstu deild í tyrkneska fótboltanum í dag en Elmar og félagar unnu fyrri leikinn 2-0.

Osmanlispor vann leikinn 2-0 og var því framlengt. Ekkert var skorað í framlenginunni og þurfti því að grípa til vítaspyrnukeppni. Þar höfðu Elmar og félagar betur með 9 mörkum gegn 8 en Elmar skoraði úr sinni spyrnu.

Elmar og félagar mæta Hatayspor í hreinum úrslitaleik um sæti í efstu deild. Leikurinn fer fram 29.maí næstkomandi.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.