Erlent

Lýstu yfir vantrausti við kanslara Austurríkis

Samúel Karl Ólason skrifar
Sebastian Kurz, fyrrverandi kanslari og formaður Þjóðarflokksins.
Sebastian Kurz, fyrrverandi kanslari og formaður Þjóðarflokksins. AP/Ronald Zak
Þing Austurríkis hefur samþykkt vantrauststillögu gegn Sebastian Kurz, kanslara og formanns Þjóðarflokksins, vegna hneykslis Heinz-Christian Strachce, fyrrverandi varakanslara og leiðtoga Frelsisflokksins. Boðað hefur verið til kosninga í september og hefur starfsstjórn tekið við völdum. Kurz leiddi þá starfsstjórn þar til í dag þegar þingmenn stjórnarandstöðunnar og Frelsisflokks Strache greiddu atkvæði með vantrauststillögunni.

Það sem leiddi til stjórnarslita Þjóðar- og Frelsisflokksins var myndbandsupptaka þar sem Heinz-Christian Strache virtist lofa konu, sem þóttist vera í forsvari fyrir rússneskan auðjöfur, opinberum samningum í skiptum fyrir jákvæða umfjöllun í fjölmiðlum og fjármagn.

Strache sagði konunni að ef auðjöfurinn sem hún þóttist vera í forsvari fyrir keypti eitt af stærstu dagblöðum Austurríkis og sæi til þess að umfjöllun um Frelsisflokkinn væri jákvæðari. Hann nefndi nokkra blaðamenn sem þyrfti að reka og aðra sem hann vildi að yrði gert hærra undir höfði.

Þar að auki ræddi hann við hana um það hvernig hægt væri að koma fjármunum til flokksins með leiðum sem færu fram hjá opinberu eftirliti.

Myndbandið var tekið upp á Ibiza, skömmu fyrir þingkosningar í Austurríki árið 2017.

Þjóðarflokkur Kurz kom vel út úr Evrópuþingskosningum sem fóru fram í gær og vonaðist hann samkvæmt Reuters til þess að nýta sér þann árangur og áframhaldandi veru sína í embætti Kanslara til að styrkja stöðu flokksins fyrir þingkosningarnar í september.

Kurz mun hafa ætlað að stilla sér upp sem fórnarlambi frekar en þeim sem tryggðu aðgang Strache og Frelsisflokksins að ríkisstjórn landsins. Hann mun þó mögulega verða kanslari aftur í september, haldi Þjóðarflokkurinn fylgi sínu.

Frelsisflokkurinn tapaði miklu fylgi í gær.


Tengdar fréttir

Boðað til óvæntra kosninga í Austurríki

Sebastian Kurz, kanslari Austurríkis og , hefur slitið ríkisstjórnarsamstarfi flokks síns Þjóðarflokksins við fjar-hægri Frelsisflokkinn og boðað til kosninga.

Vann með þjóðernishyggju að vopni

Þegar Sebastian Kurz var kjörinn formaður ungliðahreyfingar Þjóðarflokksins í Austurríki árið 2009, þá 23 ára gamall, grunaði hann eflaust ekki að innan áratugar myndi hann leiða flokk sinn til kosningasigurs og verða þannig afar líklegur til að setjast á kanslarastól.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×