Sport

Conor verður ekki sóttur til saka í Flórída | Myndband

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Conor sleppur með skrekkinn að þessu sinni.
Conor sleppur með skrekkinn að þessu sinni. vísir/getty
Allar ákærur á hendur írska bardagakappanum Conor McGregor hafa verið felldar niður í Flórída en hann var handtekinn þar í mars.

Írinn kjaftfori brást þá illa við er aðdáandi var að taka myndir af honum. Hann sló símann úr höndum aðdáandans og traðkaði svo á honum. Conor lét það ekki duga heldur tók símann með sér á brott.

Conor hafði þegar náð sáttum í þessu máli við aðdáandann utan réttar en Flórída-ríki ætlaði engu að síður að taka málið fyrir.

Fórnarlambið er aftur á móti farið úr landi og vill ekki vinna með yfirvöldum og því hefur ríkið ákveðið að fella niður allar ákærur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×