Segja Netflix sýna íslenskri kvikmynd mikinn áhuga Kristín Ólafsdóttir skrifar 15. maí 2019 13:36 Aðalhluverkin í Eden eru í höndum Telmu Huldar Jóhannesdóttur og Hansel Eagle. Streymisveitan Netflix hefur sýnt nýrri íslenskri mynd mikinn áhuga. Þetta kom fram í spjalli Heimis Karlssonar og Gunnlaugs Helgasonar í Bítinu á Bylgjunni í morgun þar sem þeir ræddu við aðstandendur myndarinnar Eden. Myndin var frumsýnd í síðustu viku en hún segir frá parinu Lóu og Ólíver sem á sér stóra drauma en neyðist til að selja eiturlyf á götunni til að framfleyta sér. Um er að ræða klassíska sögu um elskendur á flótta, í ætt við Bonnie og Clyde og True Romance, en handritshöfundur og leikstjóri hennar, Snævar Sölvi Sölvason, sagðist hafa snúið hlutverkunum á hvolf. Hægt er að hlusta á spjall við þá Snævar Sölva og Hansel Eagle, annan af aðalleikurum myndarinnar, í Bítinu hér fyrir neðan.Í hinni hefðbundnu sögu um elskendur á flótta er það oftast karlinn sem er smákrimmi og konan hoppar á vagninn með honum, en í þessari mynd er það konan sem fer fyrir framgangi þeirra í undirheimunum. Er um að ræða spennumynd með afar gamansömu ívafi. Þeir sögðu viðtökurnar hér á landi með ágætum en þeirra maður í Los Angeles hefði þó tjáð þeim að myndin hefði vakið áhuga streymisveiturisans Netflix. Þá hafa aðrar streymisveitur einnig sýnt myndinni mikinn áhuga, sem gæti þýtt að myndin muni ná inn á Bandaríkja- og Kínamarkað. Hægt er að sjá stiklu úr myndinni hér fyrir neðan: Netflix Tengdar fréttir Á flótta með 60 milljónir Parið Lóa og Óliver ákveður að taka málin í sínar hendur þegar þau lenda upp á kant við undirheimaöflin. 27. febrúar 2019 09:00 Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Fleiri fréttir Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira
Streymisveitan Netflix hefur sýnt nýrri íslenskri mynd mikinn áhuga. Þetta kom fram í spjalli Heimis Karlssonar og Gunnlaugs Helgasonar í Bítinu á Bylgjunni í morgun þar sem þeir ræddu við aðstandendur myndarinnar Eden. Myndin var frumsýnd í síðustu viku en hún segir frá parinu Lóu og Ólíver sem á sér stóra drauma en neyðist til að selja eiturlyf á götunni til að framfleyta sér. Um er að ræða klassíska sögu um elskendur á flótta, í ætt við Bonnie og Clyde og True Romance, en handritshöfundur og leikstjóri hennar, Snævar Sölvi Sölvason, sagðist hafa snúið hlutverkunum á hvolf. Hægt er að hlusta á spjall við þá Snævar Sölva og Hansel Eagle, annan af aðalleikurum myndarinnar, í Bítinu hér fyrir neðan.Í hinni hefðbundnu sögu um elskendur á flótta er það oftast karlinn sem er smákrimmi og konan hoppar á vagninn með honum, en í þessari mynd er það konan sem fer fyrir framgangi þeirra í undirheimunum. Er um að ræða spennumynd með afar gamansömu ívafi. Þeir sögðu viðtökurnar hér á landi með ágætum en þeirra maður í Los Angeles hefði þó tjáð þeim að myndin hefði vakið áhuga streymisveiturisans Netflix. Þá hafa aðrar streymisveitur einnig sýnt myndinni mikinn áhuga, sem gæti þýtt að myndin muni ná inn á Bandaríkja- og Kínamarkað. Hægt er að sjá stiklu úr myndinni hér fyrir neðan:
Netflix Tengdar fréttir Á flótta með 60 milljónir Parið Lóa og Óliver ákveður að taka málin í sínar hendur þegar þau lenda upp á kant við undirheimaöflin. 27. febrúar 2019 09:00 Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Fleiri fréttir Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira
Á flótta með 60 milljónir Parið Lóa og Óliver ákveður að taka málin í sínar hendur þegar þau lenda upp á kant við undirheimaöflin. 27. febrúar 2019 09:00