Sport

Alonso komst ekki inn á Indy 500

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Fernando Alonso
Fernando Alonso vísir/getty

Fernando Alonso mistókst að tryggja sér sæti í Indianapolis 500, betur þekkt sem Indy 500, kappakstrinum í tímatökum í dag.

Alonso varð tvisvar heimsmeistari í Formúlu 1 en honum tókst ekki að komast inn á Indy 500, sem er stærsti kappakstur Bandaríkjanna.

Hann varð fjórði í baráttu sex ökuþóra um síðustu þrjú sætin í kappakstrinum og kemst því ekki í lokakappaksturinn.

Úrslit dagsins eru súr fyrir Alonso sem hætti í Formúlunni til þess að einbeita sér að því að vinna Indy 500.

„Við erum mjög vonsvikin að komast ekki inn á kappaksturinn. Þetta var erfið vika fyrir liðið og okkur þykir leitt að stuðningsmenn fái ekki að sjá okkur í brautinni næsta sunnudag,“ sagði í tilkynningu McLaren.

Alonso hefur einu sinni reynt við Indy 500 áður, það var árið 2017 og þá leiddi hann í 27 hringi. Svo bilaði vélin í bíl hans og hann náði ekki að klára.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.