Lífið

Vorspá Siggu Kling – Vatnsberinn: Útgeislun þín verður af sama kaliberi og friðarljós Yoko Ono

Sigga Kling skrifar
Elsku Vatnsberinn minn, þú ert svo sannarlega búinn að vinna þér inn stig í tilverunni og ert með puttana í svo mörgu að þú ert ekki alveg viss í hvaða átt þú ert að fara. Þú þarft svo mikið að vera passasamur og treysta ekki öllum fyrir leyndarmálunum; það stóð einhversstaðar að þjóð veit þetar þrír vita, svo oft er betra að þegja en að segja því ein lítil fjöður getur orðið að fimm hænum.

Það er svo mikil spenna í kringum þig og svoleiðis háspenna, en þú ERT spennibreytirinn svo passaðu þig á því sem þú færð á heilann því það getur orðið að meinloku.

Talan fimm fylgir þér inn í sumarið og færir þér ferðalög, skemmtileg kynni við nýtt fólk og meira fjör í þeim verkefnum sem þú ert að taka að þér. Þú verður svo skemmtilega hrifinn af öllu að útgeislun þín verður af sama kaliberi og friðarljós Yoko Ono sem er uppáhalds Vatnsberinn minn.

Þú munt taka eftir því að óvenjulegasta fólk verður skotið í þér og gefur þér undir fótinn og það verður virkilega mikil spenna sem tengist inn í þessa spá. Ferðalög eru í farvatninu, en ekki endilega á þann stað sem þú ætlaðir þér og breytingar eru í kringum þig sem eru ófyrirséðar og spennandi og alls enginn lognmolla verður í kringum það.

Ég get ekki séð eða sagt þér hvort þú eigir að taka áhættu eða ekki, þú verður að fara eftir tilfinningunum þínum og fyrsta hugsunin er alltaf sú rétta. Atburðir eða fólk úr fortíðinni skjóta upp kollinum og reyna að hafa áhrif á líf þitt, en þú þarft að vera ákveðinn og gefa ekkert eftir því það gæti ruglað lífið þitt núna.

Þetta verður helmingi betra sumar en þú áttir í fyrra og við getum sagt húrra fyrir því, nýtt fólk og frelsi til að leika sér svo haltu áfram að láta ekkert að stoppa þig.

Knús og kossar, Sigga Kling.



Hilmir, Andrea, Katrín, Auðunn, Yoko og Bjarni.Vísir/Getty/FBL

Vatnsberi 20. janúar - 18. febrúar

Laddi, 20. janúar Geir Sveinsson handknattleiksþjálfari, 27. janúar

Yoko Ono, listamaður, 18. febrúar

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, 26. janúar

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, 1. febrúar

Hilmir Snær Guðnason leikari, 24. janúar

Rikka fjölmiðlakona, 29. janúar

Þóra Arnórsdóttir, fjölmiðlakona, 18. febrúar

Andrea Röfn Jónasdóttir, fyrirsæta, 15. febrúar

Auðunn Lúthersson, tónlistarmaðurinn Auður, 9. febrúar






Fleiri fréttir

Sjá meira


×