Vorspá Siggu Kling – Vatnsberinn: Útgeislun þín verður af sama kaliberi og friðarljós Yoko Ono Sigga Kling skrifar 3. maí 2019 09:00 Elsku Vatnsberinn minn, þú ert svo sannarlega búinn að vinna þér inn stig í tilverunni og ert með puttana í svo mörgu að þú ert ekki alveg viss í hvaða átt þú ert að fara. Þú þarft svo mikið að vera passasamur og treysta ekki öllum fyrir leyndarmálunum; það stóð einhversstaðar að þjóð veit þetar þrír vita, svo oft er betra að þegja en að segja því ein lítil fjöður getur orðið að fimm hænum. Það er svo mikil spenna í kringum þig og svoleiðis háspenna, en þú ERT spennibreytirinn svo passaðu þig á því sem þú færð á heilann því það getur orðið að meinloku. Talan fimm fylgir þér inn í sumarið og færir þér ferðalög, skemmtileg kynni við nýtt fólk og meira fjör í þeim verkefnum sem þú ert að taka að þér. Þú verður svo skemmtilega hrifinn af öllu að útgeislun þín verður af sama kaliberi og friðarljós Yoko Ono sem er uppáhalds Vatnsberinn minn. Þú munt taka eftir því að óvenjulegasta fólk verður skotið í þér og gefur þér undir fótinn og það verður virkilega mikil spenna sem tengist inn í þessa spá. Ferðalög eru í farvatninu, en ekki endilega á þann stað sem þú ætlaðir þér og breytingar eru í kringum þig sem eru ófyrirséðar og spennandi og alls enginn lognmolla verður í kringum það. Ég get ekki séð eða sagt þér hvort þú eigir að taka áhættu eða ekki, þú verður að fara eftir tilfinningunum þínum og fyrsta hugsunin er alltaf sú rétta. Atburðir eða fólk úr fortíðinni skjóta upp kollinum og reyna að hafa áhrif á líf þitt, en þú þarft að vera ákveðinn og gefa ekkert eftir því það gæti ruglað lífið þitt núna. Þetta verður helmingi betra sumar en þú áttir í fyrra og við getum sagt húrra fyrir því, nýtt fólk og frelsi til að leika sér svo haltu áfram að láta ekkert að stoppa þig. Knús og kossar, Sigga Kling.Hilmir, Andrea, Katrín, Auðunn, Yoko og Bjarni.Vísir/Getty/FBLVatnsberi 20. janúar - 18. febrúarLaddi, 20. janúar Geir Sveinsson handknattleiksþjálfari, 27. janúarYoko Ono, listamaður, 18. febrúarBjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, 26. janúarKatrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, 1. febrúarHilmir Snær Guðnason leikari, 24. janúarRikka fjölmiðlakona, 29. janúarÞóra Arnórsdóttir, fjölmiðlakona, 18. febrúarAndrea Röfn Jónasdóttir, fyrirsæta, 15. febrúarAuðunn Lúthersson, tónlistarmaðurinn Auður, 9. febrúar Stjörnuspá Siggu Kling Mest lesið Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Tíska og hönnun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Menning Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Menning Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Lífið Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Lífið Fleiri fréttir Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sjá meira
Elsku Vatnsberinn minn, þú ert svo sannarlega búinn að vinna þér inn stig í tilverunni og ert með puttana í svo mörgu að þú ert ekki alveg viss í hvaða átt þú ert að fara. Þú þarft svo mikið að vera passasamur og treysta ekki öllum fyrir leyndarmálunum; það stóð einhversstaðar að þjóð veit þetar þrír vita, svo oft er betra að þegja en að segja því ein lítil fjöður getur orðið að fimm hænum. Það er svo mikil spenna í kringum þig og svoleiðis háspenna, en þú ERT spennibreytirinn svo passaðu þig á því sem þú færð á heilann því það getur orðið að meinloku. Talan fimm fylgir þér inn í sumarið og færir þér ferðalög, skemmtileg kynni við nýtt fólk og meira fjör í þeim verkefnum sem þú ert að taka að þér. Þú verður svo skemmtilega hrifinn af öllu að útgeislun þín verður af sama kaliberi og friðarljós Yoko Ono sem er uppáhalds Vatnsberinn minn. Þú munt taka eftir því að óvenjulegasta fólk verður skotið í þér og gefur þér undir fótinn og það verður virkilega mikil spenna sem tengist inn í þessa spá. Ferðalög eru í farvatninu, en ekki endilega á þann stað sem þú ætlaðir þér og breytingar eru í kringum þig sem eru ófyrirséðar og spennandi og alls enginn lognmolla verður í kringum það. Ég get ekki séð eða sagt þér hvort þú eigir að taka áhættu eða ekki, þú verður að fara eftir tilfinningunum þínum og fyrsta hugsunin er alltaf sú rétta. Atburðir eða fólk úr fortíðinni skjóta upp kollinum og reyna að hafa áhrif á líf þitt, en þú þarft að vera ákveðinn og gefa ekkert eftir því það gæti ruglað lífið þitt núna. Þetta verður helmingi betra sumar en þú áttir í fyrra og við getum sagt húrra fyrir því, nýtt fólk og frelsi til að leika sér svo haltu áfram að láta ekkert að stoppa þig. Knús og kossar, Sigga Kling.Hilmir, Andrea, Katrín, Auðunn, Yoko og Bjarni.Vísir/Getty/FBLVatnsberi 20. janúar - 18. febrúarLaddi, 20. janúar Geir Sveinsson handknattleiksþjálfari, 27. janúarYoko Ono, listamaður, 18. febrúarBjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, 26. janúarKatrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, 1. febrúarHilmir Snær Guðnason leikari, 24. janúarRikka fjölmiðlakona, 29. janúarÞóra Arnórsdóttir, fjölmiðlakona, 18. febrúarAndrea Röfn Jónasdóttir, fyrirsæta, 15. febrúarAuðunn Lúthersson, tónlistarmaðurinn Auður, 9. febrúar
Stjörnuspá Siggu Kling Mest lesið Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Tíska og hönnun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Menning Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Menning Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Lífið Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Lífið Fleiri fréttir Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sjá meira