Sport

Sjáðu Sunnu á vigtinni í Kansas

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Sunna Rannveig Davíðsdóttir er klár í slaginn.
Sunna Rannveig Davíðsdóttir er klár í slaginn. mynd/invicta
Sunna Rannveig Davíðsdóttir náði vigt fyrir strávigtarbardaga sinn á Phoenix Rises-mótinu í Invicta sem fram fer í kvöld og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD.

Sunna steig á vigtina í gær og var 115,9 pund sem er aðeins yfir 115 pundunum sem miðað er við. Leyfilegt er að vera einu pundi þyngri og flaug Sunna því í gegnum vigtunina.

Hún mætir nýliðanum Kailin Curran í kvöld en bardaginn verður fyrstur á dagskrá þar sem að tveir aðrir bardagakappar náðu ekki vigt og þurfti aðeins að hrista upp í kvöldinu.

Sunna hefur ekki barist í tvö ár í Invicta en er ósigruð þar með þrjá sigra og ekkert tap. Hún fær nú magnað tækifæri að verða strávigtarmeistari en sú sem stendur uppi sem sigurvegari á þessu tólf kvenna móti í kvöld verður nýr meistari.

Hér að neðan má sjá vigtunina í Kansas í gær þar sem að Sunna stillti sér upp á móti Kailin Curran og fór bara vel á með þeim fyrir stríðið í kvöld.

MMA

Tengdar fréttir

„Sunna er með alvöru hjarta“

Bardagakonan Sunna Rannveig Davíðsdóttir stígur í búrið í Kansas City annað kvöld en hún hefur ekki barist í 20 mánuði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×