Sport

Sjáðu Sunnu á vigtinni í Kansas

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Sunna Rannveig Davíðsdóttir er klár í slaginn.
Sunna Rannveig Davíðsdóttir er klár í slaginn. mynd/invicta

Sunna Rannveig Davíðsdóttir náði vigt fyrir strávigtarbardaga sinn á Phoenix Rises-mótinu í Invicta sem fram fer í kvöld og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD.

Sunna steig á vigtina í gær og var 115,9 pund sem er aðeins yfir 115 pundunum sem miðað er við. Leyfilegt er að vera einu pundi þyngri og flaug Sunna því í gegnum vigtunina.

Hún mætir nýliðanum Kailin Curran í kvöld en bardaginn verður fyrstur á dagskrá þar sem að tveir aðrir bardagakappar náðu ekki vigt og þurfti aðeins að hrista upp í kvöldinu.

Sunna hefur ekki barist í tvö ár í Invicta en er ósigruð þar með þrjá sigra og ekkert tap. Hún fær nú magnað tækifæri að verða strávigtarmeistari en sú sem stendur uppi sem sigurvegari á þessu tólf kvenna móti í kvöld verður nýr meistari.

Hér að neðan má sjá vigtunina í Kansas í gær þar sem að Sunna stillti sér upp á móti Kailin Curran og fór bara vel á með þeim fyrir stríðið í kvöld.

MMA

Tengdar fréttir

„Sunna er með alvöru hjarta“

Bardagakonan Sunna Rannveig Davíðsdóttir stígur í búrið í Kansas City annað kvöld en hún hefur ekki barist í 20 mánuði.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.