Sport

Sunna flaug í gegnum vigtunina en tvær sterkar duttu út

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Sunna Rannveig Davíðsdóttir er ósigruð sem atvinnumaður
Sunna Rannveig Davíðsdóttir er ósigruð sem atvinnumaður mynd/mjölnir
Tvær af sigurstranglegustu keppendunum á Phoenix Rising bardagakvöldinu, sem Sunna „Tsunami“ Davíðsdóttir keppir á um helgina, misstu af niðurskurðinum í dag og munu því ekki taka þátt.Phoenix Rising er haldið af Invicta bardagasamtökunum og er sérstakt fyrir þær sakir að spilað verður með útsláttarfyrirkomulagi þar til ein stendur uppi sem sigurvegari.Mizuki var talin sigurstranglegust fyrir mótið, en hún hefur barist um meistaratitilinn í strávigtinni áður, lenti í vandræðum með að ná vigt og var ekki hleypt í gegnum niðurskurðinn af heilsufarsástæðum.Hin brasilíska Janaisa Morandin, sem einnig þótti mjög sigurstrangleg, náði hins vegar hreinlega ekki vigt og fær því ekki að taka þátt.Sunna flaug í gegnum vigtunina og fagnaði því með því að fá sér stóra steik.Bardagakvöldið fer fram annað kvöld og þar mætir Sunna Kailin Curran í fyrstu umferð.Heimsmeistaratitill í strávigt er í boði fyrir sigurvegara mótsins.Sýnt verður beint frá mótinu á Stöð 2 Sport og hefst útsending á miðnætti annað kvöld.

MMA

Tengdar fréttir

Sunna lent í Kansas City

Það eru aðeins þrír dagar í stærstu stund Sunnu "Tsunami“ Davíðsdóttur á ferlinum en hún berst þá um strávigtarmeistaratitilinn hjá Invicta-bardagasambandinu.

Sunna keppir um heimsmeistaratitil

Sunna Rannveig Davíðsdóttir getur tryggt sér heimsmeistarabeltið í strávigt í byrjun maí þegar hún tekur þátt í Phoenix Rising bardagakvöldinu.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.