Sport

„Sunna er með alvöru hjarta“

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Bardagakonan Sunna Rannveig Davíðsdóttir stígur í búrið í Kansas City annað kvöld en hún hefur ekki barist í 20 mánuði.Hún tekur þátt í mótinu Phoenix Rising á vegum Invicta bardagasambandsins þar sem 8 konur berjast um strávigtartitil sambandsins á einu kvöldi.Þær sem komast í úrslit munu því berjast þrisvar sinnum.Sunna berst við hina bandarísku Kailin Curran í fyrstu umferð.„Þetta er hörkustelpa. Hún var í UFC og átti ekki sterkan árangur þar, einn sigur og sex töp sem er með því verra sem við höfum séð, en hún er miklu betri en skorið gefur að kynna,“ sagði Pétur Marínó Jónsson, MMA sérfræðingur.„Í búrinu er hún mjög „scrappy“ og hún veður áfram.“Þetta bardagakvöld er einstakt með þessu útsláttarfyrirkomulagi og það er þrautinni þyngra að standa uppi sem sigurvegari.“„Sú sem vinnur, það þarf allt að ganga upp. Þú mátt ekki fá einn skurð í fyrsta bardaganum, þá getur þetta verið bara búið. Þannig met ég bara að líkurnar hjá öllum eru bara mjög góðar.“„En það sem Sunna hefur er að hún er rosalega hungruð og þó hún sé sú reynsluminnsta þarna þá er hún með alvöru hjarta til þess að vaða áfram.“Phoenix Rising bardagakvöldið verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst á miðnætti annað kvöld.

MMAFleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.