Sport

Sunna: Ég er með þeim bestu í heiminum

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Sunna ætlat að koma með þetta belti heim.
Sunna ætlat að koma með þetta belti heim. mynd/instagram
„Niðurskurðurinn gekk rosalega vel. Það er gott að mega borða vel í dag,“ segir Sunna „Tsunami“ Davíðsdóttir en hún var þá nýbúin að ná vigt fyrir bardagakvöld Invicta og var að fara að fá sér steik.

Sunna mun keppa um strávigtarbelti Invicta-bardagasambandsins í kvöld en það verður í beinni á Stöð 2 Sport og hefst á miðnætti. Átta konur keppa þá í útsláttarkeppni sem er með skemmtilegu fyrirkomulagi. Er mikil spenna fyrir kvöldinu.

Undirbúningur Sunnu hefur verið frábær og staðið lengi yfir. Þetta verður í fyrsta skipti í tvö ár sem hún berst.

„Undirbúningurinn hjá mér byrjaði er ég fór með dóttur minni til Tælands í desember og hún vildi ekki gera neitt nema æfa. Hún kom góðum hvata í mig eftir langvinn meiðsli. Svo komu Írarnir að æfa með okkur heima á dögunum, sem var frábært, og svo fór ég til Las Vegas og æfði við bestu aðstæður. Þetta er búið að vera lengstu og bestu æfingabúðir sem ég hef farið í.“

Sunna er að fá einstakt tækifæri í kvöld og hún hefur fulla trú á því að hún geti gert það gott í nótt.

„Markmiðið var alltaf að berjast um beltið og vera með þeim bestu í heiminum. Nú er ég þar. Þetta eru allt hörkubardagakonur sem berjast í kvöld og ég er meðal þeirra. Ég er mjög þakklát að fá þetta tækifæri núna.“

Nánar verður rætt við Sunnu í kvöldfréttum Stöðvar 2. Bardagakvöldið með Sunnu hefst svo á miðnætti á Stöð 2 Sport.

MMA

Tengdar fréttir

„Sunna er með alvöru hjarta“

Bardagakonan Sunna Rannveig Davíðsdóttir stígur í búrið í Kansas City annað kvöld en hún hefur ekki barist í 20 mánuði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×