Segja nýjan orkugjafa geta knúið geimför í allt að 400 ár Samúel Karl Ólason skrifar 3. maí 2019 15:13 Í stuttu máli sagt náðu þeir ameríkín úr plútonbirgðum Breta og notuðu hitann frá frumefninu í sérstökum rafali til að skapa nægilegt rafmagn til að kveikja á ljósaperu. Breskum vísindamönnum hefur tekist að nota geislavirka frumefnið ameríkín (americium) til að framleiða rafmagn og segja það geta keyrt geimför framtíðarinnar í allt að 400 ár og þá sérstaklega smærri könnunarför. Ameríkín finnst ekki í náttúrunni heldur er aukaafurð hrörnunar plútons. Plúton verður svo til við í kjarnakljúfum í orkuveri. Vísindamennirnir sem um ræðir starfa hjá National Nuclear Laboratory sem er bresk ríkisstofnun og unnu með háskólanum í Leicester. Í stuttu máli sagt náðu þeir ameríkín úr plútonbirgðum Breta og notuðu hitann frá frumefninu í sérstökum rafali til að skapa nægilegt rafmagn til að kveikja á ljósaperu. Í tilkynningu vef NNL segir að hægt væri að nota ameríkínrafal til að keyra geimför sem senda á langt út í geim. Þannig gætu þau sent myndir og gögn aftur til jarðarinnar í allt að fjögur hundruð ár, sem er mun lengri tími en gengur og gerist með geimför í dag.Einnig væri hægt að nota slíka rafala á plánetum eða öðrum stöðum þar sem hefðbundnar sólarrafhlöður duga ekki til. Í senn væri verið að endurvinna kjarnorkuúrgang. Í áðurnefndri tilkynningu segja vísindamennirnir sem að verkefninu komu að um mikilvægt skref í könnun sólkerfisins og geimsins sé um að ræða. Þörf sé á mikilli framþróun varðandi orkuframleiðslu, vélmenni og margt annað. Þessi þróun opni á mun metnaðargjarnari könnunarverkefni en hafi áður verið í boði. Verkefni þetta hefur tekið nokkur ár með stuðningi yfirvalda Bretlands og bresku geimvísindastofnunarinnar í samstarfi við Geimvísindastofnun Evrópu (ESA). This new power source could keep spacecraft going for up to 400 years in deep space or on the surface of other planets ⚡️Another great example of world-leading science funded by the UK through @esa#IndustrialStrategy https://t.co/9aPQQPSeie— UK Space Agency (@spacegovuk) May 3, 2019 Bretland Evrópusambandið Geimurinn Tækni Vísindi Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Innlent Fleiri fréttir Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Sjá meira
Breskum vísindamönnum hefur tekist að nota geislavirka frumefnið ameríkín (americium) til að framleiða rafmagn og segja það geta keyrt geimför framtíðarinnar í allt að 400 ár og þá sérstaklega smærri könnunarför. Ameríkín finnst ekki í náttúrunni heldur er aukaafurð hrörnunar plútons. Plúton verður svo til við í kjarnakljúfum í orkuveri. Vísindamennirnir sem um ræðir starfa hjá National Nuclear Laboratory sem er bresk ríkisstofnun og unnu með háskólanum í Leicester. Í stuttu máli sagt náðu þeir ameríkín úr plútonbirgðum Breta og notuðu hitann frá frumefninu í sérstökum rafali til að skapa nægilegt rafmagn til að kveikja á ljósaperu. Í tilkynningu vef NNL segir að hægt væri að nota ameríkínrafal til að keyra geimför sem senda á langt út í geim. Þannig gætu þau sent myndir og gögn aftur til jarðarinnar í allt að fjögur hundruð ár, sem er mun lengri tími en gengur og gerist með geimför í dag.Einnig væri hægt að nota slíka rafala á plánetum eða öðrum stöðum þar sem hefðbundnar sólarrafhlöður duga ekki til. Í senn væri verið að endurvinna kjarnorkuúrgang. Í áðurnefndri tilkynningu segja vísindamennirnir sem að verkefninu komu að um mikilvægt skref í könnun sólkerfisins og geimsins sé um að ræða. Þörf sé á mikilli framþróun varðandi orkuframleiðslu, vélmenni og margt annað. Þessi þróun opni á mun metnaðargjarnari könnunarverkefni en hafi áður verið í boði. Verkefni þetta hefur tekið nokkur ár með stuðningi yfirvalda Bretlands og bresku geimvísindastofnunarinnar í samstarfi við Geimvísindastofnun Evrópu (ESA). This new power source could keep spacecraft going for up to 400 years in deep space or on the surface of other planets ⚡️Another great example of world-leading science funded by the UK through @esa#IndustrialStrategy https://t.co/9aPQQPSeie— UK Space Agency (@spacegovuk) May 3, 2019
Bretland Evrópusambandið Geimurinn Tækni Vísindi Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Innlent Fleiri fréttir Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Sjá meira