Yfir 300 vettvangsheimsóknir vegna óskráðrar skammtímaleigu Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 4. maí 2019 19:45 Starfsmenn Heimagistingarvaktar hjá sýslumanni hafa farið í yfir 300 vettvangsheimsóknir í kjölfar ábendinga um óskráða skammtímaleigu síðan átaksverkefni hófst í fyrra. Sýslumaður áætlar að óskráðum og leyfislausum gististöðum hafi fækkað um meira en 30 prósent frá því að átakið hófst. Í júní í fyrra komust atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið og sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu að samkomulagi um eflingu eftirlits með heimagistingu og var lagt upp með átaksverkefni til eins árs. Það kostar rúmar 8.500 krónur að skrá heimagistingu en ekki má leigja út fasteignirnar lengur en í 90 daga á ári eða hafa af þeim meiri tekjur en sem nemur 2 milljónum á ári, en allt umfram það telst til atvinnustarfsemi sem um gilda aðrar reglur. Aukið eftirlit virðist hafa haft jákvæð áhrif á fjölda skráninga en frá því að átakið hófst hefur fjöldi skráðra heimagistinga nær tvöfaldast. Tiltölulega auðvelt er að skrá heimagistingu á netinu en miðað við ætlað framboð á heimagistingar samkvæmt mælaborði ferðaþjónustunnar, virðist sem ennþá hafi þónokkur fjöldi ekki skráð heimagistingu líkt og þeim ber að gera.Yfir 1.300 skráningar á þessu ári Við lok árs 2017 voru skráðar heimagistingar 1.056, 2.022 árið 2018, og það sem af er þessa árs hefur sýslumaður staðfest 1.315 skráningar en ætla má að skráningum muni fjölga þegar líða tekur á árið. Frá því að átaksverkefnið hófst hafa starfsmenn Heimagistingarvaktar farið í yfir 300 vettvangsheimsóknir og hefur 49 málum verið lokið með álagningu stjórnvaldssekta en sektir nema á bilinu tíu þúsund til einnar milljónar króna. Þá eru tugir mála til meðferðar sem verður að óbreyttu lokið með stjórnvaldssektum en heildarupphæð álagðra og fyrirhugaðra sekta nemur tæpum 84 milljónum. 59 mál hafa verið áframsend á lögreglu vegna brota á rekstrarleyfisskyldri gististarfsemi og upplýsingar um 420 fasteignir í eigu einstaklinga og lögaðila hafa verið áframsendar á skattrannsóknaryfirvöld. Útlagður kostnaður við átakið hefur numið 64 um milljónum króna en fjárhæðir stjórnvaldssekta og innheimt gjöld vegna fjölgunar á skráningum nema hærri fjárhæð en kostnaður við aukið eftirlit. Þá er ótalinn sá óbeini ávinningur sem einnig hlýst af auknum skattaskilum. Airbnb Ferðamennska á Íslandi Húsnæðismál Mest lesið Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Erlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Fleiri fréttir Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Sjá meira
Starfsmenn Heimagistingarvaktar hjá sýslumanni hafa farið í yfir 300 vettvangsheimsóknir í kjölfar ábendinga um óskráða skammtímaleigu síðan átaksverkefni hófst í fyrra. Sýslumaður áætlar að óskráðum og leyfislausum gististöðum hafi fækkað um meira en 30 prósent frá því að átakið hófst. Í júní í fyrra komust atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið og sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu að samkomulagi um eflingu eftirlits með heimagistingu og var lagt upp með átaksverkefni til eins árs. Það kostar rúmar 8.500 krónur að skrá heimagistingu en ekki má leigja út fasteignirnar lengur en í 90 daga á ári eða hafa af þeim meiri tekjur en sem nemur 2 milljónum á ári, en allt umfram það telst til atvinnustarfsemi sem um gilda aðrar reglur. Aukið eftirlit virðist hafa haft jákvæð áhrif á fjölda skráninga en frá því að átakið hófst hefur fjöldi skráðra heimagistinga nær tvöfaldast. Tiltölulega auðvelt er að skrá heimagistingu á netinu en miðað við ætlað framboð á heimagistingar samkvæmt mælaborði ferðaþjónustunnar, virðist sem ennþá hafi þónokkur fjöldi ekki skráð heimagistingu líkt og þeim ber að gera.Yfir 1.300 skráningar á þessu ári Við lok árs 2017 voru skráðar heimagistingar 1.056, 2.022 árið 2018, og það sem af er þessa árs hefur sýslumaður staðfest 1.315 skráningar en ætla má að skráningum muni fjölga þegar líða tekur á árið. Frá því að átaksverkefnið hófst hafa starfsmenn Heimagistingarvaktar farið í yfir 300 vettvangsheimsóknir og hefur 49 málum verið lokið með álagningu stjórnvaldssekta en sektir nema á bilinu tíu þúsund til einnar milljónar króna. Þá eru tugir mála til meðferðar sem verður að óbreyttu lokið með stjórnvaldssektum en heildarupphæð álagðra og fyrirhugaðra sekta nemur tæpum 84 milljónum. 59 mál hafa verið áframsend á lögreglu vegna brota á rekstrarleyfisskyldri gististarfsemi og upplýsingar um 420 fasteignir í eigu einstaklinga og lögaðila hafa verið áframsendar á skattrannsóknaryfirvöld. Útlagður kostnaður við átakið hefur numið 64 um milljónum króna en fjárhæðir stjórnvaldssekta og innheimt gjöld vegna fjölgunar á skráningum nema hærri fjárhæð en kostnaður við aukið eftirlit. Þá er ótalinn sá óbeini ávinningur sem einnig hlýst af auknum skattaskilum.
Airbnb Ferðamennska á Íslandi Húsnæðismál Mest lesið Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Erlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Fleiri fréttir Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Sjá meira
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?