Telja veiðileyfi Hvals hafa verið útrunnið árið 2018 Sveinn Arnarsson skrifar 20. apríl 2019 08:45 Jarðarvinir berjast gegn hvalveiðum og hafa beint athygli að stjórnsýslunni kringum veiðarnar. Vísir/vilhelm Hvalveiðar Hvals hf. árið 2018 voru, að mati dýraverndunarsamtakanna Jarðarvina, ólöglegar vegna þess að veiðileyfi fyrirtækisins var runnið út samkvæmt lögum. Lögmaður samtakanna segir margt í stjórnsýslu hvalveiða sem megi bæta. Jarðarvinir, samtök hér á landi sem berjast gegn hvalveiðum, hafa með atbeina lögfræðinga reynt að komast til botns í stjórnsýslunni á bak við hvalveiðar Íslendinga. Fréttablaðið hefur upp á síðkastið flutt fréttir af því að gögn sem Hval hf. ber að skila til Fiskistofu hafi ekki borist þangað í fimm ár og að Fiskistofa hafi engin þvingunarúrræði til að fá gögnin afhent. Það sem Jarðarvinir benda helst á er að samkvæmt fyrstu grein laga um hvalveiðar er það skilyrði leyfis til veiða að fyrirtæki uppfylli skilyrði til að mega stunda fiskveiðar. Í lögum um stjórn fiskveiða er gerð grein fyrir því að veiðileyfi í atvinnuskyni falli niður hafi fiskiskipi ekki verið haldið til veiða í tólf mánuði. „Samkvæmt okkar skilningi þá liggur það beinast við að veiðar Hvals hf. á stórhvelum hafi verið ólöglegar eftir að fyrirtækið lagði niður veiðar á löngum tímum síðastliðið veiðitímabil,“ segir Ragnar Aðalsteinsson, lögfræðingur Jarðarvina. „Því hefði verið eðlilegast að eftirlitsaðilar hefðu stöðvað veiðar á meðan fyrirtækið endurnýjaði veiðileyfi sín. Vitað er að veiðileyfin voru ekki endurnýjuð og því voru veiðarnar að okkar mati ólöglegar og án leyfis.“ Gustað hefur um fyrirtækið og hvalveiðar þess síðustu misseri. Vitað er að í það minnsta eitt dýr sem Hvalur hf. drap á síðustu vertíð var blendingur langreyðar og steypireyðar. Dýraverndunarsamtök hafa bent á að Hvalur hf. hafi ekki haft leyfi til að veiða steypireyði og því sé líklegt að þar hafi fyrirtækið brotið lög. Stefnt er að því að veiðileyfi til ársins 2023 verði gefin út af hinu opinbera á næstu vikum. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er ekki loku fyrir það skotið að engin stórhveli verði veidd hér við land þar sem nægar birgðir eru til af langreyðarkjöti. Birtist í Fréttablaðinu Hvalveiðar Sjávarútvegur Stjórnsýsla Tengdar fréttir Aðeins fjórir mótmæltu hvalveiðum Aðeins hafa verið haldin ein mótmæli við íslenskt sendiráð í kjölfar ákvörðunar Kristjáns Þórs Júlíussonar sjávarútvegsráðherra um að leyfa áframhaldandi veiðar á langreyði og hrefnu til ársins 2023. 15. apríl 2019 06:15 Fiskistofu skortir heimildir til að þvinga fram gögn frá Hval Fiskistofa hefur ekki fengið allt að fimm ára gamlar dagbækur skipstjóra hvalveiðiskipa Hvals hf. vegna veiða á rúmlega 400 stórhvelum. Fiskistofustjóri segist ekki geta beitt fyrirtækið þvingunarúrræðum vegna skorts á lagaheimildum. 15. apríl 2019 06:00 Fóru ekki eftir settum reglum en fá samt framlengt veiðileyfi Hvalur HF fór ekki eftir settum reglum og sendi ekki inn veiðidagbækur til Fiskistofu eftir hverja vertíð eins og reglur gerðu ráð fyrir. Fyrirtækið fékk samt framlengingu á veiðileyfi þrátt fyrir að fara ekki eftir reglunum. 3. apríl 2019 06:00 Mest lesið Eldgos hafið Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Innlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent Fleiri fréttir Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Eldgos hafið Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Sjá meira
Hvalveiðar Hvals hf. árið 2018 voru, að mati dýraverndunarsamtakanna Jarðarvina, ólöglegar vegna þess að veiðileyfi fyrirtækisins var runnið út samkvæmt lögum. Lögmaður samtakanna segir margt í stjórnsýslu hvalveiða sem megi bæta. Jarðarvinir, samtök hér á landi sem berjast gegn hvalveiðum, hafa með atbeina lögfræðinga reynt að komast til botns í stjórnsýslunni á bak við hvalveiðar Íslendinga. Fréttablaðið hefur upp á síðkastið flutt fréttir af því að gögn sem Hval hf. ber að skila til Fiskistofu hafi ekki borist þangað í fimm ár og að Fiskistofa hafi engin þvingunarúrræði til að fá gögnin afhent. Það sem Jarðarvinir benda helst á er að samkvæmt fyrstu grein laga um hvalveiðar er það skilyrði leyfis til veiða að fyrirtæki uppfylli skilyrði til að mega stunda fiskveiðar. Í lögum um stjórn fiskveiða er gerð grein fyrir því að veiðileyfi í atvinnuskyni falli niður hafi fiskiskipi ekki verið haldið til veiða í tólf mánuði. „Samkvæmt okkar skilningi þá liggur það beinast við að veiðar Hvals hf. á stórhvelum hafi verið ólöglegar eftir að fyrirtækið lagði niður veiðar á löngum tímum síðastliðið veiðitímabil,“ segir Ragnar Aðalsteinsson, lögfræðingur Jarðarvina. „Því hefði verið eðlilegast að eftirlitsaðilar hefðu stöðvað veiðar á meðan fyrirtækið endurnýjaði veiðileyfi sín. Vitað er að veiðileyfin voru ekki endurnýjuð og því voru veiðarnar að okkar mati ólöglegar og án leyfis.“ Gustað hefur um fyrirtækið og hvalveiðar þess síðustu misseri. Vitað er að í það minnsta eitt dýr sem Hvalur hf. drap á síðustu vertíð var blendingur langreyðar og steypireyðar. Dýraverndunarsamtök hafa bent á að Hvalur hf. hafi ekki haft leyfi til að veiða steypireyði og því sé líklegt að þar hafi fyrirtækið brotið lög. Stefnt er að því að veiðileyfi til ársins 2023 verði gefin út af hinu opinbera á næstu vikum. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er ekki loku fyrir það skotið að engin stórhveli verði veidd hér við land þar sem nægar birgðir eru til af langreyðarkjöti.
Birtist í Fréttablaðinu Hvalveiðar Sjávarútvegur Stjórnsýsla Tengdar fréttir Aðeins fjórir mótmæltu hvalveiðum Aðeins hafa verið haldin ein mótmæli við íslenskt sendiráð í kjölfar ákvörðunar Kristjáns Þórs Júlíussonar sjávarútvegsráðherra um að leyfa áframhaldandi veiðar á langreyði og hrefnu til ársins 2023. 15. apríl 2019 06:15 Fiskistofu skortir heimildir til að þvinga fram gögn frá Hval Fiskistofa hefur ekki fengið allt að fimm ára gamlar dagbækur skipstjóra hvalveiðiskipa Hvals hf. vegna veiða á rúmlega 400 stórhvelum. Fiskistofustjóri segist ekki geta beitt fyrirtækið þvingunarúrræðum vegna skorts á lagaheimildum. 15. apríl 2019 06:00 Fóru ekki eftir settum reglum en fá samt framlengt veiðileyfi Hvalur HF fór ekki eftir settum reglum og sendi ekki inn veiðidagbækur til Fiskistofu eftir hverja vertíð eins og reglur gerðu ráð fyrir. Fyrirtækið fékk samt framlengingu á veiðileyfi þrátt fyrir að fara ekki eftir reglunum. 3. apríl 2019 06:00 Mest lesið Eldgos hafið Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Innlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent Fleiri fréttir Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Eldgos hafið Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Sjá meira
Aðeins fjórir mótmæltu hvalveiðum Aðeins hafa verið haldin ein mótmæli við íslenskt sendiráð í kjölfar ákvörðunar Kristjáns Þórs Júlíussonar sjávarútvegsráðherra um að leyfa áframhaldandi veiðar á langreyði og hrefnu til ársins 2023. 15. apríl 2019 06:15
Fiskistofu skortir heimildir til að þvinga fram gögn frá Hval Fiskistofa hefur ekki fengið allt að fimm ára gamlar dagbækur skipstjóra hvalveiðiskipa Hvals hf. vegna veiða á rúmlega 400 stórhvelum. Fiskistofustjóri segist ekki geta beitt fyrirtækið þvingunarúrræðum vegna skorts á lagaheimildum. 15. apríl 2019 06:00
Fóru ekki eftir settum reglum en fá samt framlengt veiðileyfi Hvalur HF fór ekki eftir settum reglum og sendi ekki inn veiðidagbækur til Fiskistofu eftir hverja vertíð eins og reglur gerðu ráð fyrir. Fyrirtækið fékk samt framlengingu á veiðileyfi þrátt fyrir að fara ekki eftir reglunum. 3. apríl 2019 06:00