Erlent

Lögreglan ákærir loftslagsmótmælendur

Hallgerður Kolbrún E Jónsdóttir skrifar
Lögreglan dregur bát loftslagsmótmælanna í burtu. Á honum stendur "Segið sannleikann."
Lögreglan dregur bát loftslagsmótmælanna í burtu. Á honum stendur "Segið sannleikann." Getty/WIktor Szymanowicz

Talsmaður lögreglunnar í Lundúnum hefur tilkynnt að 28 einstaklingar sem handteknir voru í mótmælunum í vikunni hafi verið ákærðir af lögreglu. Handtökur á loftslagsmótmælunum eru orðnar 715 í það minnsta.

Lögreglan í miðbænum hefur einnig sóst eftir því að fá 200 lögreglumenn að láni frá öðrum lögreglustöðvum á suðaustur Englandi.

Á föstudag fjarlægði lögreglan bleika bátinn sem hafði verið komið fyrir af mótmælendum í miðju Oxford Circus torgi. Báturinn hefur verið eins konar táknmynd mótmælanna sem hafa farið fram síðustu vikuna, en hann var nefndur í höfuðið á myrtum loftslagsaðgerðarsinna, Bertu Caceres.

Báturinn var tekinn í sundur af lögreglu aðeins nokkrum klukkutímum eftir að leikkonan Emma Thompson hafði notað hann sem nokkurs konar svið til að tala við mótmælendur, hvetja þá áfram og mótmæla sjálf.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.