Hljóp heilt maraþon en komst bókstaflega ekki yfir marklínuna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. apríl 2019 10:00 Lukas Bates fær hér hjálp við að komast yfir marklínuna. AP/Alastair Grant Eliud Kipchoge og Brigid Kosgei frá Kenía unnu sigur í London maraþoninu um helgina og setti Kipchoge meðal annars brautarmet. Það var þó annar hlaupari sem stal eiginlega senunni. Hlauparinn sem margir eru að tala um á samfélagsmiðlum er sá sem ákvað að hlaupa heilt maraþon í Big Ben búningi. Það voru samt ekki lappirnar eða lungum sem klikkuðu hjá honum. Lukas Bates heitir hlauparinn og hann var að reyna að setja heimsmet hjá Guinness World Records Book með því að vera fljótastur til að hlaupa heilt maraþon í búningi þekkts kennileitis. Honum tókst að klára kílómetrana 42 og leit bara nokkuð vel út á lokasprettinum enda byrjuðu vandræðin hans ekki fyrr en í markinu eins og sjá má hér fyrir neðan.This is not what you need after 26.2 miles. pic.twitter.com/ZkmJftX0Hv — BBC Sport (@BBCSport) April 28, 2019Lukas Bates komst bókstaflega ekki yfir marklínuna því búningurinn hans var of hár fyrir markið. Úr varð því mjög skrautlega og fyndin uppákoma við marklínuna og fékk umræddur hlaupari á endanum hjálp við að komast í mark. Tími Lukas Bates var þrír klukkutímar og 54 mínútur og tókst honum ekki að slá metið sem er áfram þrír klukkutímar, 34 mínútur og 34 sekúndur. BBC hefur eftir Lukas Bates að hans besti tími í eðlilegum fötum var tveir klukkutímar og 59 mínútur. Hann var að hlaupa London maraþonið í fimmta sinn og vildi gera eitthvað öðruvísi í þetta skiptið. Hann komst á endanum í fréttirnar en hefði þó alltaf valið heimsmetið yfir klúðrið við marklínuna. Bretland Hlaup Mest lesið „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Körfubolti „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Körfubolti Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Blikar mæta Shakhtar „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Sjá meira
Eliud Kipchoge og Brigid Kosgei frá Kenía unnu sigur í London maraþoninu um helgina og setti Kipchoge meðal annars brautarmet. Það var þó annar hlaupari sem stal eiginlega senunni. Hlauparinn sem margir eru að tala um á samfélagsmiðlum er sá sem ákvað að hlaupa heilt maraþon í Big Ben búningi. Það voru samt ekki lappirnar eða lungum sem klikkuðu hjá honum. Lukas Bates heitir hlauparinn og hann var að reyna að setja heimsmet hjá Guinness World Records Book með því að vera fljótastur til að hlaupa heilt maraþon í búningi þekkts kennileitis. Honum tókst að klára kílómetrana 42 og leit bara nokkuð vel út á lokasprettinum enda byrjuðu vandræðin hans ekki fyrr en í markinu eins og sjá má hér fyrir neðan.This is not what you need after 26.2 miles. pic.twitter.com/ZkmJftX0Hv — BBC Sport (@BBCSport) April 28, 2019Lukas Bates komst bókstaflega ekki yfir marklínuna því búningurinn hans var of hár fyrir markið. Úr varð því mjög skrautlega og fyndin uppákoma við marklínuna og fékk umræddur hlaupari á endanum hjálp við að komast í mark. Tími Lukas Bates var þrír klukkutímar og 54 mínútur og tókst honum ekki að slá metið sem er áfram þrír klukkutímar, 34 mínútur og 34 sekúndur. BBC hefur eftir Lukas Bates að hans besti tími í eðlilegum fötum var tveir klukkutímar og 59 mínútur. Hann var að hlaupa London maraþonið í fimmta sinn og vildi gera eitthvað öðruvísi í þetta skiptið. Hann komst á endanum í fréttirnar en hefði þó alltaf valið heimsmetið yfir klúðrið við marklínuna.
Bretland Hlaup Mest lesið „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Körfubolti „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Körfubolti Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Blikar mæta Shakhtar „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Sjá meira