Menning

Hansa í fótspor Judi Dench

Stefán Árni Pálsson skrifar
Jóhanna Vigdís Arnardóttir kemur við sögu ú verkinu.
Jóhanna Vigdís Arnardóttir kemur við sögu ú verkinu. MYND/SIGTRYGGUR Ari

Jóhann G. Jóhannsson og Jóhanna Vigdís Arnardóttir hafa bæst í leikarahóp stórsýningarinnar Shakespeare verður ástfanginn sem frumsýnd verður næsta haust í Þjóðleikhúsinu.

Jóhanna Vigdís Arnardóttir, eða Hansa eins og hún er jafnan kölluð, mætir til leiks við Þjóðleikhúsið í fyrsta sinn.

Hansa er landsmönnum að góðu kunn, enda hefur hún meðal annars slegið í gegn í vinsælum söngleikjum á borð við Mary Poppins og Mamma Mia.

Í sýningunni, sem er nýtt leikverk byggt á kvikmyndinni Shakespeare in Love, fer Hansa með hlutverk Elísabetar I Englandsdrottningar sem var hlutverk stórleikkonunnar Judi Dench í kvikmyndinni, en hún fékk Óskarsverðlaun fyrir túlkun sína á drottningunni.

Áður hafði verið tilkynnt um að Aron Má Ólafsson, eða Aron Mola, og Lára Jóhanna Jónsdóttir myndu leika í verkinu og leikstjóri sýningarinnar verður Selma Björnsdóttir.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.