Sport

Conor segist hafa barist fótbrotinn gegn Khabib

Anton Ingi Leifsson skrifar
Conor eftir bardagann.
Conor eftir bardagann. vísir/getty
Bardagakappinn Conor McGregor segist hafa fótbrotnað skömmu fyrir bardagann gegn Khabib Nurmagomedov er þeir börðust í október á síðasta ári.

Khabib hafði betur gegn Conor en Írinn játaði sig sigraðan í fjórðu lotu. Conor var þá að snúa aftur í hringinn eftir 693 daga án bardaga.

Eftir bardagann sagði McGregor að hann hafi gert afdrífarik mistök á mikilvægum tíma og að hann hafði tapað heiðarlega gegn Rússanum. Nú hefur Conor gefið út í hverju mistökin fólust.







„Ég fótbrotnaði þremur vikum fyrir bardagann. Ég hélt samt áfram,“ skrifaði Conor á Twitter-síðuna þar sem hann svaraði aðdáenda.

Mikið hefur gengið á síðan bardaganum lauk en í mars mánuði greindi McGregor frá því að hann væri hættur í MMA. Fyrr í þessum mánuði rifust svo Khabib og Conor heiftarlega á Twitter en fleiri fréttir tengdar þessu má lesa hér að neðan.

MMA

Tengdar fréttir

Khabib kallaði Conor nauðgara

Þó svo Conor McGregor segist vera hættur að berjast er hann í miklum átökum við Khabib Nurmagomedov á Twitter. Það rifrildi er orðið mjög persónulegt.

Conor McGregor hættur í MMA

Conor McGregor mun ekki ganga inn í búrið og berjast aftur, í það minnsta ekki fyrir UFC eða önnur MMA-sambönd. Þetta tilkynnti hann í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×