Sport

Khabib kallaði Conor nauðgara

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Conor og Khabib verða seint miklir vinir.
Conor og Khabib verða seint miklir vinir. vísir/getty

Þó svo Conor McGregor segist vera hættur að berjast er hann í miklum átökum við Khabib Nurmagomedov á Twitter. Það rifrildi er orðið mjög persónulegt.

Khabib vill augljóslega berjast aftur við Conor enda ljóst að annar bardagi þeirra myndi gefa ansi vel í aðra hönd. Hann sagði Conor hafa tapað heiðri sínum er þeir börðust og spurði hvort hann væri nú orðinn stríðsmaður á Twitter?Khabib virðist takast að fara í taugarnar á Conor sem svaraði að Khabib væri hræddur við annan bardaga. Svona talar ekki maður sem þykist vera hættur í MMA.Conor fór svo yfir strikið er hann ákvað að birta myndir úr brúðkaupi Khabib og sagði hann hafa gifst handklæði. Hann sá reyndar eftir færslunni því nokkrum tímum síðar var hún farin út.

Í staðinn ákvað hann að birta mynd af Khabib með tveimur vinum sínum sem hafa báðir fallið á lyfjaprófi og annar þeirra er kominn í lífstíðarbann. Conor sagði að það væri ekki hægt að afsaka hræsnara.Khabib virðist hafa brjálast við þetta og setti inn mynd af Conor ásamt Terri Murray sem segir að Conor sé barnsfaðir hennar. Khabib sagði að Írinn væri nauðgari sem myndi fá réttlæti að lokum.Er þetta tíst kom út var UFC nóg boðið og hafði samband við báða bardagakappa og fólkið sem vinnur fyrir þá. Þetta yrði að hætta.

Conor sagði þó skömmu síðar að nýjustu upplýsingar hermdu að það væri geit undir handklæðinu. Hann tók það líka út.

Rússinn sagði þá að Conor væri í hættu eftir að hafa móðgað heilan trúarflokk. Hótun.Skammir UFC virðast hafa náð til Conors því hann endaði þessa vitleysu í nótt á því að segja að hann vildi horfa fram á veginn með aðdáendum sínum úr öllum trúarflokkum. Sagðist svo sjá Khabib í búrinu. Það vilja allir en þessi orð gefa lítið annað til kynna en hann sé hættur við að hætta.
Tengdar fréttir

Conor McGregor hættur í MMA

Conor McGregor mun ekki ganga inn í búrið og berjast aftur, í það minnsta ekki fyrir UFC eða önnur MMA-sambönd. Þetta tilkynnti hann í dag.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.