Sport

Forseti UFC: Ef ég væri Conor þá myndi ég líka hætta

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Conor á vigtinni fyrir sinn síðasta bardaga hjá UFC.
Conor á vigtinni fyrir sinn síðasta bardaga hjá UFC. vísir/getty
Það er allt á hvolfi í MMA-heiminum eftir að Conor McGregor tilkynnti að hann væri hættur í MMA. Margir sjá ástæðu til þess að tjá sig um málið.

„Hann á nóg af peningum til þess að hætta og viskíið hans hefur slegið í gegn. Þetta er mjög eðlilegt. Ef ég væri hann þá myndi ég líka hætta,“ sagði Dana White, forseti UFC, meðal annars í yfirlýsingu.





Það eru skiptar skoðanir um það hvort Conor sé raunverulega hættur og auðvitað er möguleiki á því að hann berjist aftur. Það mun hann þó örugglega ekki gerast nema í boði sé bardagi með fáranlega miklum peningum í boði.

Þegar Conor hafði boxað við Floyd Mayweather var ljóst að hann þyrfti aldrei aftur að hafa áhyggjur af peningum. Slíkur var útborgunardagurinn. Hann er að framleiða viskí, er í fatabransanum og með sitt eigið æfingakerfi. Það er nóg að gera hjá honum og peningarnir halda áfram að koma inn.

Írinn er líka nýorðinn tveggja barna faðir og þarf ekki lengur að leggja heilsu sína undir til þess að sjá fyrir sínu fólki. Dýrið er að stóru leyti farið úr honum en undirliggjandi sefur það og hver veit nema dýrið vilji berjast aftur. Það mun tíminn leiða í ljós.

Við tókum saman sumt af því sem fólk á Twitter hefur verið að segja um þessa tilkynningu Conors en ekki eru allir að kaupa það að hann sé raunverulega hættur.

























MMA

Tengdar fréttir

Conor McGregor hættur í MMA

Conor McGregor mun ekki ganga inn í búrið og berjast aftur, í það minnsta ekki fyrir UFC eða önnur MMA-sambönd. Þetta tilkynnti hann í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×