Níunda Star Wars myndin ber heitið „The Rise of Skywalker“ Andri Eysteinsson skrifar 12. apríl 2019 19:41 Stjörnustríð: Upprisa Geimgengils verður frumsýnd í lok árs. Skjáskot/Twitter Aðdáendur Stjörnustríðs-myndanna tóku væntanlega gleði sína í dag þegar stikla úr næstu mynd, sem væntanleg er í kvikmyndahús í lok árs, var birt. Myndin, sem er sú níunda í Star Wars röðinni, mun bera nafnið „The Rise of Skywalker“. Í stiklu myndarinnar má sjá aðalsöguhetju sjöundu og áttundu myndanna, Rey, sem leikin er af Daisy Ridley, munda geislasverðið sem eitt sinn var í eigu Loga Geimgengils. Þá má einnig sjá bregða fyrir Carrie Fisher, sem lést í árslok 2016, í hlutverki sínu sem Lilja prinsessa. Einnig má sjá allar helstu persónur þriðja Star Wars þríleiksins, illmennið Kylo Ren, Finn, Poe Dameron og vélmennin BB-8 og C3PO. Einnig má sjá gömlum félögum bregða fyrir, þeim Chewbacca og Lando Calrissian sem, rétt eins og í upphaflega þríleiknum, er leikinn af Billy Dee Williams. Einnig má heyra rödd Loga Geimgengils gefa skilaboð sem gætu gefið fyrirheit um það sem koma skal. „We will always be with you, no one is really ever gone,“ heyrist sagt áður en að kunnuglegur hlátur Keisarans, sem hingað til er talinn hafa dáið í Star Wars: Return of the Jedi árið 1983, heyrist áður en að titill myndarinnar er kynntur. Leikstjóri myndarinnar er J. J. Abrams sem einnig leikstýrði myndinni Star Wars: The Force Awakens sem var sjöunda myndin í röðinni og kom út árið 2015.Every generation has a legend. Watch the brand-new teaser for Star Wars: #EpisodeIX. pic.twitter.com/fWMS13ekdZ — Star Wars (@starwars) April 12, 2019 Disney Star Wars Mest lesið Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Lífið Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Lífið Við þurfum að ræða Sydney Sweeney Gagnrýni Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Lífið Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Lífið Kallar Sóla klónabarnið sitt Lífið Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Lífið Scary Movie-stjarna látin Lífið Béla Tarr er látinn Bíó og sjónvarp Biostrength er tæknibylting í styrktarþjálfun Lífið samstarf Fleiri fréttir Béla Tarr er látinn Óttast að kvikmyndahús endi eins og djassklúbbar Játaði ást sína á Jenner Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sjá meira
Aðdáendur Stjörnustríðs-myndanna tóku væntanlega gleði sína í dag þegar stikla úr næstu mynd, sem væntanleg er í kvikmyndahús í lok árs, var birt. Myndin, sem er sú níunda í Star Wars röðinni, mun bera nafnið „The Rise of Skywalker“. Í stiklu myndarinnar má sjá aðalsöguhetju sjöundu og áttundu myndanna, Rey, sem leikin er af Daisy Ridley, munda geislasverðið sem eitt sinn var í eigu Loga Geimgengils. Þá má einnig sjá bregða fyrir Carrie Fisher, sem lést í árslok 2016, í hlutverki sínu sem Lilja prinsessa. Einnig má sjá allar helstu persónur þriðja Star Wars þríleiksins, illmennið Kylo Ren, Finn, Poe Dameron og vélmennin BB-8 og C3PO. Einnig má sjá gömlum félögum bregða fyrir, þeim Chewbacca og Lando Calrissian sem, rétt eins og í upphaflega þríleiknum, er leikinn af Billy Dee Williams. Einnig má heyra rödd Loga Geimgengils gefa skilaboð sem gætu gefið fyrirheit um það sem koma skal. „We will always be with you, no one is really ever gone,“ heyrist sagt áður en að kunnuglegur hlátur Keisarans, sem hingað til er talinn hafa dáið í Star Wars: Return of the Jedi árið 1983, heyrist áður en að titill myndarinnar er kynntur. Leikstjóri myndarinnar er J. J. Abrams sem einnig leikstýrði myndinni Star Wars: The Force Awakens sem var sjöunda myndin í röðinni og kom út árið 2015.Every generation has a legend. Watch the brand-new teaser for Star Wars: #EpisodeIX. pic.twitter.com/fWMS13ekdZ — Star Wars (@starwars) April 12, 2019
Disney Star Wars Mest lesið Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Lífið Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Lífið Við þurfum að ræða Sydney Sweeney Gagnrýni Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Lífið Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Lífið Kallar Sóla klónabarnið sitt Lífið Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Lífið Scary Movie-stjarna látin Lífið Béla Tarr er látinn Bíó og sjónvarp Biostrength er tæknibylting í styrktarþjálfun Lífið samstarf Fleiri fréttir Béla Tarr er látinn Óttast að kvikmyndahús endi eins og djassklúbbar Játaði ást sína á Jenner Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sjá meira