Segir Lífskjarasamninginn ekki byggðan á trausti Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 14. apríl 2019 13:45 Ragnar Þór Pétursson er formaður Kennarasambands Íslands. vísir/vilhelm Ragnar Þór Pétursson, formaður Kennarasambands Íslands, segir Lífskjarasamninginn sem almenni vinnumarkaðurinn undirritaði nýverið, ekki byggðan á trausti og því ekki vera forsenda til almennra sátta. Formaður framhaldsskólakennara segir að hækka þurfi opinbera starfsmenn meira í launum en samið var um á almenna vinnumarkaði. Tekist var á um Lífskjarasamninginn svokallaða í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Ragnar Þór Pétursson, formaður Kennarasambandsins, sagði samninginn undirritaðan í andrúmslofti spennu og átaka - ekki sátta. Óli Björn Kárason, þingmaður sjálfstæðisflokksins, sagði hins vegar þessa orðræðu óábyrga. „Þessir samningur eins og hann er, hann er ekkert nema vopnahlé í baráttunni. Ekki þar með sagt að hann geti ekki verið gott innlegg í frekari þjóðarsátt. Það er mjög margt gott í þessum samningi og margt gott í aðdraganda þessa samnings sem hægt er að byggja á. Ég held að við séum í afneitun gagnvart ástandinu ef við getum byggt restina ofan á þetta. Það þarf að laga undirstöðuna“ segir Ragnar Þór.Guðríður Arnardóttir, formaður Félags framhaldsskólakennara.Opinberir starfsmenn hækki meira í launum Guðríður Arnardóttir, formaður Félags framhaldsskólakennara, segir samningin merkilegan og upphaf nýrra leiða í samningagerð. Hún telur þó að samningar hjá hinu opinbera verði ekki steyptir í sama mót. Meta þurfi menntun til launa. Opinberir starfsmenn þurfi því að hækka meira í launum til að halda í við það. „Þá ætla ég að halda því til haga að það er launamunur á milli opinbera og almenna markaðarins. Þegar við berum saman stéttir með sömu menntun og ábyrgð. Þar sem að opinberi geirinn er lægra launasettur. Það liggja fyrir fyrirheit stjórnvalda að jafna þennan launa mun. Mér finnst bara mikilvægt að halda því til að haga að við erum lögð af stað í þá vegverð að jafna launmun opinbera starfsmanna. Ef að stjórnvöld ætla að standa við það fyrirheit verður það augljóslega að fela það í sér að opinberir starfsmenn hækka hlutfallslega meira í launum núna í þessari samningagerð, og mögulega næstu samningum, heldur en almenni markaðurinn. Öðruvísi getum við ekki jafnað þennan launamun,“ segir Guðríður.Hlusta má á umræðurnar í Sprengisandi að neðan. Kjaramál Skóla - og menntamál Sprengisandur Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Erlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Hefur áhyggjur af arftaka sínum Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira
Ragnar Þór Pétursson, formaður Kennarasambands Íslands, segir Lífskjarasamninginn sem almenni vinnumarkaðurinn undirritaði nýverið, ekki byggðan á trausti og því ekki vera forsenda til almennra sátta. Formaður framhaldsskólakennara segir að hækka þurfi opinbera starfsmenn meira í launum en samið var um á almenna vinnumarkaði. Tekist var á um Lífskjarasamninginn svokallaða í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Ragnar Þór Pétursson, formaður Kennarasambandsins, sagði samninginn undirritaðan í andrúmslofti spennu og átaka - ekki sátta. Óli Björn Kárason, þingmaður sjálfstæðisflokksins, sagði hins vegar þessa orðræðu óábyrga. „Þessir samningur eins og hann er, hann er ekkert nema vopnahlé í baráttunni. Ekki þar með sagt að hann geti ekki verið gott innlegg í frekari þjóðarsátt. Það er mjög margt gott í þessum samningi og margt gott í aðdraganda þessa samnings sem hægt er að byggja á. Ég held að við séum í afneitun gagnvart ástandinu ef við getum byggt restina ofan á þetta. Það þarf að laga undirstöðuna“ segir Ragnar Þór.Guðríður Arnardóttir, formaður Félags framhaldsskólakennara.Opinberir starfsmenn hækki meira í launum Guðríður Arnardóttir, formaður Félags framhaldsskólakennara, segir samningin merkilegan og upphaf nýrra leiða í samningagerð. Hún telur þó að samningar hjá hinu opinbera verði ekki steyptir í sama mót. Meta þurfi menntun til launa. Opinberir starfsmenn þurfi því að hækka meira í launum til að halda í við það. „Þá ætla ég að halda því til haga að það er launamunur á milli opinbera og almenna markaðarins. Þegar við berum saman stéttir með sömu menntun og ábyrgð. Þar sem að opinberi geirinn er lægra launasettur. Það liggja fyrir fyrirheit stjórnvalda að jafna þennan launa mun. Mér finnst bara mikilvægt að halda því til að haga að við erum lögð af stað í þá vegverð að jafna launmun opinbera starfsmanna. Ef að stjórnvöld ætla að standa við það fyrirheit verður það augljóslega að fela það í sér að opinberir starfsmenn hækka hlutfallslega meira í launum núna í þessari samningagerð, og mögulega næstu samningum, heldur en almenni markaðurinn. Öðruvísi getum við ekki jafnað þennan launamun,“ segir Guðríður.Hlusta má á umræðurnar í Sprengisandi að neðan.
Kjaramál Skóla - og menntamál Sprengisandur Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Erlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Hefur áhyggjur af arftaka sínum Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira