Fótbolti

Solskjær: Í íþróttum færðu það sem þú átt skilið

Anton Ingi Leifsson skrifar
Solskjær á blaðamannafundi í gær.
Solskjær á blaðamannafundi í gær. vísir/getty
Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, segir að United geti ekki treyst á söguna og þurfi að hafa fyrir sigrinum gegn Barcelona á Camp Nou í kvöld.Barcelona og United mætast í síðari leik átta liða úrslita Meistaradeildarinnar en Barcelona vann fyrri leikinn 1-0. Luke Shaw skoraði sjálfsmark í leiknum og því er verk að vinna fyrir United í kvöld.Tuttugu ár eru frá magnaðri endrkomu United í úrslitaleik Meistaradeildarinnar, einmitt á Camp Nou. Ole segir þó að það muni ekki hjálpa United í kvöld en kraftaverkið í París gæti hjálpað til.„Ég trúi því að þú færð það sem þú átt skilið í íþróttum. Ef þú setur lífið þitt og allt sem þú átt undir þá færðu það sem þú átt skilið. Þú verður að eiga það skilið,“ sagði Solskjær.„Það skiptir mig ekki máli hvort þetta verði á 93. mínútu. Í fótbolta getur alt gerst. Ég veit að þeir munu spila þangað til þeir fá krampa.“United sló PSG út eftirminnilega í 16-liða úrslitunum með marki frá Marcus Rashford í uppbótartíma. Norðmaðurinn segir að það hjálpi liðinu í kvöld.„Minningarnar frá PSG munu hjálpa leikmönnunum. Sem lið vitum við að við getum snúið við hlutum. Barcelona á Nou Camp er þó öðruvísi verkefni en minningarnar munu lifa. Það er ekki langt síðan þetta gerðist og við stöndum einu marki betur en síðast.“
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.