Sport

Kristrún og Snorri unnu Íslandsmeistaratitla í hefðbundinni göngu

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Kristrún Guðnadóttir og Snorri Eyþór Einarsson.
Kristrún Guðnadóttir og Snorri Eyþór Einarsson. Mynd/Skíðasamband Íslands

Kristrún Guðnadóttir og Snorri Eyþór Einarsson urðu í dag Íslandsmeistarar í skíðagöngu með hefðbundinni aðferð.

Aðstæður til skíðagöngu voru frábærar á Ísafirði í dag þegar keppni fór fram í 10km göngu kvenna og 15km göngu karla með hefðbundinni aðferð á Skíðamóti Íslands í skíðagöngu. Mikill hraði var á keppendum enda snjórinn þéttur og veðrið lék við viðstadda.

Í kvennagöngunni kom Svíinn Karin Bjoernlinger fyrst í mark á tímanum 29:32 mínútum. Kristrún kom önnur í mark, fyrst Íslendinga og því Íslandsmeistari, á tímanum 30:59.

Anna María Daníelsdóttir varð þriðja á 32:55 mínútum.

Í karlaflokki fóru öll þrjú verðlaunasætin til Íslendinga, en aðeins tveir erlendir keppendur mættu til leiks og lentu þeir í síðustu tveimur sætunum.

Snorri vann keppnina mjög örugglega á 37:35 mínútum, tæpum þremur mínútum á undan Ragnari Gamaliel Sigurgeirssyni sem var annar á 40:22.

Þriðji varð Jakob Daníelsson á 42:18 mínútum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.