Bíó og sjónvarp

Leikarar GOT fara yfir minningar: „Ég hafði aldrei komið á fallegri stað,“ sagði Harrington um Ísland

Samúel Karl Ólason skrifar
Þau tvö eru gift í dag.
Þau tvö eru gift í dag.
HBO hefur birt hugljúft myndband þar sem leikarar Game of Thrones rifja upp sín uppáhalds atriði og ræða framleiðsluferlið frá upphafi til enda. Þar rifja þau einnig upp sína fyrstu daga og hvernig þeim lýst á endalok þáttanna vinsælu, svo eitthvað sé nefnt.

Uppáhalds dagur Kit Harrington var þegar tökurnar hófust fyrir aðra þáttaröð. Það var fyrsti dagurinn hans á Íslandi og segist hann aldrei hafa komið á fallegri stað.

Það er eiginlega farið yfir of víðan völl til að taka það saman. Horfið bara á þetta og hananú. Þetta er skemmtilegt.

Fyrsti þáttur áttundu þáttaraðarinnar verður frumsýndur á Stöð 2 aðfaranótt mánudagsins 15. apríl, á sama tíma og annars staðar í heiminum. Fyrri þáttaraðir Game of Thrones er hægt að finna á Stöð 2 Maraþon.


Tengdar fréttir

Game of Thrones: Sorgleg en tímabær endalok

Leikarar hinna gífurlega vinsælu þátta, Game of Thrones, eru einkar sorgmæddir yfir því að þættirnir séu að klárast þó þeim þyki tímabært að binda enda á þennan langa kafla.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.