Lífið

Emma Corrin mun leika lafði Díönu Spencer í The Crown

Hallgerður Kolbrún E Jónsdóttir skrifar
Emma Corrin fer með hlutverk Díönu Spencer í The Crown
Emma Corrin fer með hlutverk Díönu Spencer í The Crown

Leikkonan Emma Corrin mun fara með hlutverk lafði Díönu Spencer í þáttaröðinni The Crown. Til stendur að kynna hana til leiks í fjórðu þáttaröðinni en ekki í þeirri þriðju eins og upprunalega stóð til.

Lafði Díana var fyrsta eiginkona Karls Bretaprins og varð þar með prinsessan af Wales. Þau eignuðust tvo syni, þá Vilhjálm og Harry en skildu árið 1996 en ári síðar lést hún í bílslysi.

Emma hefur lýst yfir mikilli tilhlökkun yfir hlutverkinu og sagði hún Díönu hafa verið mikla fyrirmynd og áhrif hennar á heiminn hafa verið og vera enn djúpstæð og hvetjandi.

Þetta kemur fram í frétt Variety. 

Leikkonan unga stígur inn í sviðsljósið með miklum eldmóð en hún fer einnig með hlutverk í komandi þáttaröð Epix sem ber heitið Pennyworth og fjallar um Alfreð, bryta Bruce Wayne.

Þar að auki fer hún með hlutverk Ungfrú Suður-Afríku í kvikmyndinni Misbehaviour, sem byggð er á sannsögulegum atburðum um kvenréttindahreyfinguna Women‘s Liberation Movement.

Peter Morgan, handritshöfundur The Crown, sagði Emmu vera einstaklega hæfileikaríka og hafa hrifið hann þegar hún las fyrir hlutverk Díönu.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.