Sport

KA bikarmeistari í fyrsta sinn

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
KA er búið að vinna tvo titla í vetur og getur bætt þeim þriðja við.
KA er búið að vinna tvo titla í vetur og getur bætt þeim þriðja við. mynd/ka
KA varð í dag bikarmeistari kvenna í blaki eftir sigur á HK í úrslitaleik, 3-1. Þetta er í fyrsta sinn sem kvennalið KA verður bikarmeistari.

KA varð deildarmeistari fyrr í mánuðinum og bætti bikarmeistaratitlinum við í dag. KA-konur geta svo bætt þriðja titlinum við en framundan er úrslitakeppni um Íslandsmeistaratitilinn.

KA vann fyrstu hrinuna í bikarúrslitaleiknum í dag, 29-27. HK svaraði fyrir sig með því að vinna aðra hrinuna örugglega, 25-12.

KA-konur náðu forystunni á ný með sigri í þriðju hrinunni, 25-16.

Í fjórðu hrinunni byrjaði KA betur en HK gaf sig ekki og hleypti spennu í leikinn með góðu áhlaupi. Akureyringar sýndu hins vegar styrk sinn á lokakaflanum og vann fjórðu hrinuna, 25-19, og leikinn 3-1.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.