Sport

KA bikarmeistari í fyrsta sinn

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
KA er búið að vinna tvo titla í vetur og getur bætt þeim þriðja við.
KA er búið að vinna tvo titla í vetur og getur bætt þeim þriðja við. mynd/ka

KA varð í dag bikarmeistari kvenna í blaki eftir sigur á HK í úrslitaleik, 3-1. Þetta er í fyrsta sinn sem kvennalið KA verður bikarmeistari.

KA varð deildarmeistari fyrr í mánuðinum og bætti bikarmeistaratitlinum við í dag. KA-konur geta svo bætt þriðja titlinum við en framundan er úrslitakeppni um Íslandsmeistaratitilinn.

KA vann fyrstu hrinuna í bikarúrslitaleiknum í dag, 29-27. HK svaraði fyrir sig með því að vinna aðra hrinuna örugglega, 25-12.

KA-konur náðu forystunni á ný með sigri í þriðju hrinunni, 25-16.

Í fjórðu hrinunni byrjaði KA betur en HK gaf sig ekki og hleypti spennu í leikinn með góðu áhlaupi. Akureyringar sýndu hins vegar styrk sinn á lokakaflanum og vann fjórðu hrinuna, 25-19, og leikinn 3-1.
Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.