Sport

Gunnar dottinn af styrkleikalista UFC

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Það er skammt á milli í UFC-heiminum. Sigur á Leon Edwards hefði lyft Gunnari á listanum en nú er hann horfinn af honum.
Það er skammt á milli í UFC-heiminum. Sigur á Leon Edwards hefði lyft Gunnari á listanum en nú er hann horfinn af honum. vísir/getty
UFC er búið að gefa út nýjan styrkleikalista fyrir veltivigtina og í fyrsta skipti í langan tíma er enginn Gunnar Nelson á listanum.

Gunnar var í fjórtánda sæti listans eftir tapið gegn Leon Edwards en Anthony Pettis kemur nú nýr á listann. Hann fer beint í áttunda sætið eftir að hafa rotað Stephen Thompson.

Vicente Luque heldur fimmtánda sætinu á listanum en Gunnar er horfinn þaðan.

Þetta er í fyrsta skipti í þrjú ár sem Gunnar dettur af listanum. Hann hvarf af honum í byrjun mars árið 2016 en þá hafði hann verið samfleytt á listanum í tvö ár.

Skömmu síðar fór Gunnar til Rotterdam og pakkaði Albert Tumenov saman. Hann kom aftur inn á listann eftir það og hefur verið þar alla tíð síðan.

Það er því verk að vinna hjá okkar manni í næstu bardögum sem hann þarf að klára til þess að komast aftur inn á listann. Þessi staða gerir honum þó væntanlega erfitt um vik að fá þá bardaga sem hann helst vill fá á þessum tímapunkti.

Hér má sjá styrkleikalistana hjá UFC.

MMA

Tengdar fréttir

Gunnar Nelson: Þetta er glatað

Gunnar Nelson var eðlilega svekktur þegar Vísir hitti hann beint eftir tapið gegn Leon Edwards í London í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×