Sport

Gunnar dottinn af styrkleikalista UFC

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Það er skammt á milli í UFC-heiminum. Sigur á Leon Edwards hefði lyft Gunnari á listanum en nú er hann horfinn af honum.
Það er skammt á milli í UFC-heiminum. Sigur á Leon Edwards hefði lyft Gunnari á listanum en nú er hann horfinn af honum. vísir/getty

UFC er búið að gefa út nýjan styrkleikalista fyrir veltivigtina og í fyrsta skipti í langan tíma er enginn Gunnar Nelson á listanum.

Gunnar var í fjórtánda sæti listans eftir tapið gegn Leon Edwards en Anthony Pettis kemur nú nýr á listann. Hann fer beint í áttunda sætið eftir að hafa rotað Stephen Thompson.

Vicente Luque heldur fimmtánda sætinu á listanum en Gunnar er horfinn þaðan.

Þetta er í fyrsta skipti í þrjú ár sem Gunnar dettur af listanum. Hann hvarf af honum í byrjun mars árið 2016 en þá hafði hann verið samfleytt á listanum í tvö ár.

Skömmu síðar fór Gunnar til Rotterdam og pakkaði Albert Tumenov saman. Hann kom aftur inn á listann eftir það og hefur verið þar alla tíð síðan.

Það er því verk að vinna hjá okkar manni í næstu bardögum sem hann þarf að klára til þess að komast aftur inn á listann. Þessi staða gerir honum þó væntanlega erfitt um vik að fá þá bardaga sem hann helst vill fá á þessum tímapunkti.

Hér má sjá styrkleikalistana hjá UFC.


Tengdar fréttir

Gunnar Nelson: Þetta er glatað

Gunnar Nelson var eðlilega svekktur þegar Vísir hitti hann beint eftir tapið gegn Leon Edwards í London í kvöld.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.