Erlent

Talinn hafa reynt að koma far­þega­­lestum af sporinu

Atli Ísleifsson skrifar
Í öðru tilvikanna skemmdist rúða á Inter City Express lest. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Í öðru tilvikanna skemmdist rúða á Inter City Express lest. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Getty

Lögregla í Austurríki hefur handtekið karlmann sem grunaður er um að hafa reynt í tvígang að ná farþegalestum á ferð af sporinu í Þýskalandi með því að koma hlutum fyrir á teinunum.

Saksóknarar segja að maðurinn, sem er 42 ára Íraki, sé talinn vera stuðningsmaður hryðjuverkasamtakanna ISIS. Fundust ISIS-fánar og textabrot á arabísku á þeim stað þar sem reynt var að koma lestunum af sporinu.

Fulltrúar þýskra og austurrískra yfirvalda yfirheyra nú manninn í Vínarborg, þar sem hann var tekinn höndum.

Austurríska blaðið Kronen Zeitung segir að hinn handtekni sé fimm bara faðir sem hafi starfað í írakska hernum í fimmtán ár. Þá hafi hann fengið stöðu flóttamanns í Austurríki og þar sem hann hafi starfað hjá öryggisfyrirtæki.

Saksóknarar segja að hann hafi í október á síðasta ári, í félagi við aðra, komið stálköplum fyrir á lestarteinunum milli München og Nürnberg sem varð til þess að rúða á Inter City Express lest skemmdist. Þá hafi steypuklumpum verið komið fyrir á teinunum tveimur mánuðum síðar. Enginn slasaðist þá.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.