Bíó og sjónvarp

Ný Aladdin stikla frá Disney vekur athygli

Stefán Árni Pálsson skrifar
Will Smith leikur andann.
Will Smith leikur andann.

Disney hefur gefið út aðra stiklu fyrir endurgerð Aladdin-myndarinnar sem gerði allt vitlaust árið 1992. Will Smith leikur andann sjálfan.

Myndin sem kom út árið 1992 var teiknimynd og skartaði Scott Weinger í hlutverki Aladdin og Robin Williams í hlutverki Andans. Felix Bergsson og Laddi túlkuðu sömu hlutverk í íslenskri þýðingu myndarinnar.

Hin nýja Disney-mynd er hins vegar leikin og er í leikstjórn breska leikstjórans Guy Ritchie. Mena Massoud leikur Aladdin, Naomi Scott leikur Jasmín en myndin verður frumsýnd þann 24. maí næstkomandi.

Hér að neðan má sjá nýjustu stikluna úr kvikmyndinni um Aladdin.


Tengdar fréttir

Disney-árið mikla 2019

Disney-samsteypan mun varla þurfa að senda frá sér neikvæðar afkomuviðvaranir á þessu ári. Fyrirtækið á flestar þeirra bíómynda sem beðið er með mestri eftirvæntingu 2019, þar á meðal Star Wars: Episode IX og Avengers: Endgame.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.