Sport

Formaður japönsku ólympíunefndarinnar hættir vegna ásakana um spillingu

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Ólympíuleikarnir hafa einu sinni áður farið fram í Tókýó, það var árið 1964
Ólympíuleikarnir hafa einu sinni áður farið fram í Tókýó, það var árið 1964 vísir/getty
Formaður japönsku ólympíunefndarinnar ætlar ekki að sækjast eftir endurkjöri í nefndinni vegna ásakana um spillingu og mútur í tengslum við Ólympíuleikana í Tókýó árið 2020.Franskir saksóknar eru að rannsaka Tsunekazu Takeda, formann japönsku ólympíunefndarinnar, vegna ásakana um að hann hafi borgað tvær milljónir evra til þess að tryggja Tókýó Ólympíuleikana árið 2020.Istanbúl og Madríd sóttust einnig eftir því að halda leikana, en ákvörðunin var tekin árið 2013.„Ég veit ekki til þess að ég hafi gert neitt ólöglegt,“ sagði Takeda þegar hann tilkynnti það að hann ætlaði ekki að sækjast eftir endurkjöri til formennsku nefndarinnar. Formennskutíð hans mun því ljúka í júní en hann hefur verið formaður síðan 2001.Þessar tvær milljónir evra voru greiddar til fyrirtækis sem tengist syni Lamine Diack, en Diack er fyrrum formaður alþjóða frjálsíþróttasambandsins og sat í alþjóðlegu ólympíunefndinni þegar Tókýó var úthlutað að halda leikana 2020.Japanska ólympíunefndin sagði í skýrslu sem kom út 2016 að greiðslan væri heiðarleg og lögleg greiðsla fyrir ráðgjafaþjónustu.Ólympíuleikarnir í Tókýó hefjast 24. júlí á næsta ári.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.