Menning

Bók Hallgríms kemur tvisvar fyrir á metsölulista

Andri Eysteinsson skrifar
Bók Hallgríms er vinsæl með eindæmum
Bók Hallgríms er vinsæl með eindæmum Vísir/Valli/ Penninn

Verðlaunabók Hallgríms Helgasonar, Sextíu kíló af sólskini sem skilaði höfundinum Íslensku bókmenntaverðlaununum fyrr í ár, er í áhugaverðri stöðu á metsölulista Pennans Eymundsson.

Svo vill til að bókin er ekki bara í þriðja sæti yfir mest seldu bækur verslunarinnar heldur einnig í því fjórða. Ástæðan fyrir þessari einstöku stöðu er sú að í þriðja sæti situr innbundin útgáfa bókarinnar en í því fjórða er Sextíu kíló af sólskini í kilju.

Penninn vakti athygli á þessu á Twitter í dag og sagði stöðu sem þessa vera sjaldgæfa. Bókin sjálf kom út rétt fyrir jólabókaflóðið og hefur væntanlega verið vinsæl jólagjöf til bókaorma og lestrarhesta landsins.

Sjá má metsölulista Pennanns í færslunni hér að neðan. Einu bækurnar sem slá Hallgrími við eru Eldraunin eftir Horst og bók Jónínu Leósdóttur, Barnið sem hrópaði í hljóði.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.